San Diego

Við vöknuðum snemma til að fara í morgnverð. Eftir það reyndum við að heimsækja Fíu og Larry fyrrverandi manninn hennar en hvorugt reyndist vera heima. Við héldum þá á vit ævintýranna og keyrðum niður að Ferry Landing og skelltum okkur í Trolley túr um San Diego. Eftir að hafa beðið um klukkutíma komumst við að lokum með, þetta reyndist vera hinn besti túr sem tók okkur um helstu staðina eins og Old Town, niður að höfn, um Little Italy og auðvitað um Coronado rifið þar sem við byrjuðum ferðina. Við stoppuðum í Old Town sem reyndist hin skemmtilegasti staður og jafnframt fallegur. Við gerðum smá viðskipti við innfædda eins og okkur einum er lagið 😉 Þegar við komum heim á hótelið höfðum við svo samband við Þóri frænda minn og hans fjölskyldu, sem við ætluðum að hitta og gerðum um kvöldið. Áður drifum við okkur til Fíu sem tók á móti okkur hress og kát og mikið var nú gaman að hitta hana. Það var líka gaman að hitta Þóri, Grace og Corey dóttur þeirra. Við fórum því glöð og sæl í háttinn og hlökkum til ferðarinnar til Las Vegas á morgun 🙂

20131018-234115.jpg

20131018-234336.jpg

20131018-234412.jpg

20131018-234449.jpg

20131018-234523.jpg

20131018-234557.jpg

20131018-234623.jpg

20131018-234708.jpg

20131018-234732.jpg

20131018-234811.jpg

20131018-234838.jpg

20131018-234914.jpg

20131018-235010.jpg

One thought on “San Diego

  1. Frábærar þessar “viðskipta” setningar hjá ykkur 😀

Comments are closed.