Williamsburg í átt til Florída

Við yfirgáfum Williamsburg með söknuði og ákváðum að taka ferjuna frá Jamestown yfir til Scotland og þræða sveitavegi niður í áttina til Orlando. Þrátt fyrir skemmtilega og breytta sýn miðaði okkur hægar áfram en við höfðum viljað því við  urðum fyrir alls konar vegavinnu töfum á leiðinni. Við enduðum því með að bóka okkur inn á hótel í Leland sem er útborg Wilmington í Norður Karólínu. Þetta var heldur styttra en við höfðum ætlað okkur en við fundum þar glænýtt Best Western hótel með sundlaug og heitum potti sem við að sjálfsögðu nýttum okkur.

We left Williamsburg with regret and decided to take the ferry from Jamestown to Scotland and some small country roads heading down on to Orlando. It proofed to be rather slow due to a lot of road work on the way. We there for didn´t go as far as planned and booked a night at a brand new Best Western Hotel in Leland which is in the outskirt of Wilmington North Carolina. The hotel is equipped with a pool and a Jacuzzi which we of course took full advantage of.

 

Washington – Williamsburg

Við yfirgáfum hótelið í sól og blíðu og ókum sem leið lá í gegnum miðborgina að eina markverða staðnum sem enn hafði ekki verið skoðaður, Pentagon. Þar ókum við meðfram þessari risastóru byggingu og stöðvuðum og skoðuðum minningarreitinn um þá sem létu lífið 11. september 2001 þegar þau komu í veg fyrir að flogið væri á Pentagon. Minningarreiturinn er snilldarlega hannaður og vakti hjá okkur verðskuldaða athygli. Stefnan var síðan tekin á Williamsburg þar sem við ætluðum að eyða helginni með Jóhönnu og Elvari. Það urðu fagnaðarfundir þegar við renndum í hlaðið en þau eru höfðingjar heim að sækja. Á sunnudeginum sýndu þau okkur allt það markverðasta í borginni en þarna er að finna upphaf enskrar byggðar í Bandaríkjunum og þróun hennar fyrstu hundrað árin er mjög vel varðveitt. Við enduðum svo daginn með ógleymanlegri grillmáltíð en kvöldið áður höfðum við farið á mexikanskan veitingastað.

One vital point was still unexplored in Washington and that was the Pentagon. We drove straight through the center of town and stopped by the Pentagon Memorial Park which is a geneously designed. After that we headed down to Williamsburg to spend the weekend with our friends Johanna and Elvar. They showed us all the main sides; Jamestown shows the first English settlement in USA and Yorktown the progress in next 100 years. This great weekend was then finalized with a fabulous grill party.

Washington

 

Eftir góðan  morgunmat á hótelinu í Upper Marlboro ókum við út á næstu lestarstöð, lögðum bílnum á langtíma stæði og tókum lestina niður í miðbæ. Við fengum greinagóðar leiðbeiningar frá Segway fyrirtækinu og þegar við komum upp frá neðanjarðarlestastöðinni blasti skrifstofan við okkur. Eftir stutta vídeókynningu og æfingu fyrir byrjendur var haldið af stað og öll helstu kennileiti borgarinnar skoðuð í návígi. Eftir þriggja tíma Segway ferð skelltum við okkur í útsýnisrútu í tvo og hálfan tíma og sáum þá markverðu staði sem eru fyrir utan miðbæinn. Síðan var haldið heim með lestinni og slappað af það sem eftir lifði dags rjóð og sælleg.

After a good breakfast in the hotel in Upper Marlboro we drove down to nearest train station, parked the car and took the train downtown. We had pretty good information from Segway Company so when we came up from the underground we saw their shop right away. After a short demonstration and practice for beginners we were on our way to look at all the main attraction in the center. After the three hours Segwaytour we took a double Decker bus for two and half hour to see the rest of the attraction located outside of the center. We came back happy and little red in the face since the sun was shining on us the whole time.