Í gær var sem sagt viðskiptadagurinn mikli, allt er hægt að gera á einum degi ef viljinn er fyrir hendi. Við fórum í þriðju stærstu verslunarmiðstöð hérna í New York, Roosewelt Fields. Mjög flott og er verið að stækka hana sem sést svolítið þegar inn er komið. Við eyddum þar dagsparti og sinntum okkar heimsþekktu viðskiptum 😉 Eftir að hafa klárað og nærst héldum við áfram förinni í nágrenninu og sinntum meiri viðskiptum. Það byrjaði að hellirigna á leiðinni heim á hótelið og gekk umferðin frekar hægt. Við komumst þó á leiðarenda heil á húfi og burðardýrið mikla hlóð á sig pokum og skellti sér inn á hótel án þess að blotna neitt rosalega mikið. Við eyddum svo kvöldinu við að gera nákvæmlega ekki neitt nema kannski að ganga frá varningi í töskur 🙂 Á eftir er svo ferðinni heitið til Pine Plains, með viðkomu í Woodbury Commons og er það ný leið fyrir okkur. Þar ætlum við að eyða tíma með vinum okkar Stan og Söruh og halda upp á halloween. Sarah ætlar að fara með gömlu í stærstu garnbúð í austurhluta USA og er það mikil tilhlökkun. Vonandi verða fleiri myndir í næstu færslum, ég hef átt í smá erfiðleikum að koma inn færslum en þetta hefst með góðri hjálp. Until later 😉
Greinasafn fyrir flokkinn: New York 2014
Ferð til New York
Ferðin okkar hér til New York gekk bara vel. Við byrjuðum á að njóta veitinganna í Saga Lounge eftir að hafa sinnt vipskiptum á flugvellinum. Næst var nærri 6 tíma flug þar sem sumir sváfu að vanda og aðrir góndu á myndir sem í boði voru. Biðin í immigration var óvenju löng en þetta hafðist að lokum. Við vorum komin á Howard Johnson eða Hojo í Jamaica um kl. 9 á þessum fína rauða Toyota Camry sem við ætlum að þeysa á um sveitir New York. Nú verður svo viðskiptum sinnt og svo ætlum við til Stan og Söruh á morgun 😉