Halloween seinni hluti dagsins

Fyrri hluti dagsins var skemmtilegur en seinni hlutinn slóg þeim fyrri algjörlega út í skemmtilegheitum. Eftir að hafa hangið og spjallað skruppum við til Kingston, auðvitað til að sinna smá viðskiptum. Um fimmleytið var svo haldið niður í Pine Plains til að fylgjast með krökkunum hlaupa milli húsa og sníkja nammi. Trick or treat… heyrðist i hverju horni og jeminn hvað það var gaman að sjá alla búningana og krakkana brosa út að eyrum. Við fórum nú samt ekki og sníktum heldur héldum okkur í smá fjarlægð og mynduðum í gríð og erg. Við fórum svo og heimsóttum hjónin sem við hittum í morgun en þau búa í rosalega fallegu húsi sem minnir frekar á höll en hús. Húsfreyjan hafði sett fullt af hvítum pokum með kertum í , hún sat sjálf á veröndinni með nammi fyrir gesti og gangandi og það hljómaði draugatónlist frá húsinu. Okkur var boðið inn að kíkja á húsið og fengum að vita sögu þess og hvernig hafi verið gerðar breytingar á því. Eigendurnir höfðu nostrað við og fundið hluti sem hentuðu húsinu alveg frábærlega. Engar myndir voru teknar þar nema bara að utan en Stan kemur til með að mynda sögu hússins svo við fáum sennilega að njóta þegar fram líða stundir. Það voru glaðir einstaklingar sem héldu heim eftir frábæra upplifun dagsins. Á morgun er svo sett stefnan á stærstu garnverslun USA svo að það verður enn einn góði dagurinn. Endilega njótið myndanna sem á eftir koma 😉

IMG_0103.JPG

IMG_0100.JPG

IMG_0094.JPG

IMG_0099.JPG

IMG_0106.JPG

IMG_0109.JPG

IMG_0117.JPG

IMG_0107.JPG

IMG_0127.JPG

IMG_0124.JPG

IMG_0126.JPG

IMG_0122.JPG

IMG_0133.JPG

IMG_0138.JPG

IMG_0137.JPG

3 ummæli

  1. Helena Sif

    En hvað þetta hefur verið skemmtilegt. Þið hefðuð nú alveg getað skellt ykkur í búninga.

  2. Gróa

    Ég sá svolítið eftir að hafa ekki tekið með mér eins og eina skykkju, hefði sko alveg fílað það 😉

  3. Kristján Þorvaldsson

    Greinilega gaman á Halloween.