Halloween fyrir hádegi

Hér koma myndir frá fyrri hluta halloween. Við fórum niður í miðbæ Pine Plains og fengum okkur morgunmat á Pine Plains Platter. Þegar við vorum að setjast niður eftir að hafa pantað matinn, sáum við leikskólabörnin koma í halarófu öll klædd í búningum. Gamla var ekki lengi að vippa sér út með myndavélina og taka nokkrar myndir. Þegar við vorum búin að borða og ræða við hjón sem búa í nágrenninu og buðu okkur að koma í kvöld og vera með í trick og tread, keyrðum við að brúnni frægu. Brúin fyrir þá sem ekki vita, hefur alltaf verið skreytt með 200 útskornum graskerjum en þar sem hún er að hruni komin verða því miður engin grasker ;( En það kemur ekki að sök þó það hefði verið gaman að skoða hana, því við höfum séð fullt að skreyttum görðum. Við enduðum svo á að skoða graskersbúgarð og þar sýna myndirnar meira en mörg orð. Meira síðar…….

IMG_0046.JPG

IMG_0051.JPG

IMG_0049.JPG

IMG_0047.JPG

IMG_0054.JPG

IMG_0039.JPG

IMG_0041.JPG

IMG_0063.JPG

IMG_0061.JPG

IMG_0053.JPG

IMG_0074.JPG

IMG_0073.JPG

2 ummæli

  1. Kristján Þorvaldsson

    Gaman að sjá alvöru Halloween stemmingu! Hlakka til að sjá og lesa meira.

  2. Helena Sif

    Flott grasker, síðustu tvær myndirnar sérstaklega flottar 🙂 hlakka til að sjá myndir af seinni hluta halloween!