Tusayan – Grand Canyon – Phoenix

Við lögðum af stað í fyrra lagi og eftir að hafa borðað kalóríuríka máltíð á makkanum héldum við rakleiðis til Grand Canyon. Veðrið gat ekki verið betra heiðskýrt, sól og ekki alltof heitt. Við keyrðum að hverjum útsýnisstaðnum á fætur öðrum og fannst útsýnið alltaf jafn hrikalega flott. En okkur fannst það samt svipað eftir að stoppunum fjölgaði. Við enduðum þar sem við byrjuðum kvöldið áður á Desert view. Eftir að hafa eytt um það bil 3 tímum í Grand Canyon keyrðum við þar sem leið lá til Flagstaff. Við stoppuðum þar til að næra okkur og styrkja efnahaginn smávegis. Við keyrðum áfram og m.a. í gegnum Sedona sem er lítill sætur bær í gljúfri á leið til Phoenix. Upp úr klukkan 18 komum við svo til Litchfield Park þar sem Ásgeir frændi minn og kona hans Karin búa ásamt tveimur sonum. Það urðu fagnaðarfundir því við höfðum ekki hist í 16 ár. Við ætlum að eyða næstu tveimur dögum hjá þeim 😉

20131015-223108.jpg

20131015-223126.jpg

20131015-223155.jpg

20131015-223248.jpg

20131015-223314.jpg

20131015-223348.jpg

20131015-223428.jpg

20131015-223508.jpg

20131015-223540.jpg

20131015-223635.jpg

20131015-223750.jpg

20131015-223813.jpg

Monticello – Tusayan

Eftir að hafa borðað morgunmat og tekið okkur til keyrðum við sem leið lá frá Monticello til Blanding. Þaðan tókum við þjóðveg 95 til staðs sem heitir Butler Wash og geymir rústir Navajo índíána. Þar gengum við um 800 m að rústunum í misgóðu undirlagi og svo til baka, þetta tók um klukkutíma en var vel þess virði. Eftir það héldum við til Natural Bridges National Monument og skoðuðum hrikalegar steinbrýr, Kachina, Sipau og Owachomo brýrnar. Náttúran þarna er sannarlega hrikaleg að sjá en ótrúlega flott. Eftir að hafa skoðað þetta héldum við eftir þjóðvegi 261 til Gooseneck fram hjá Muley Point. Þar er hrikalegasti vegur sem við höfum farið hér Í Ameríkunni mjór vegur sem liggur utan í snarbröttu fjalli og erfitt að mæta bílum, vegurinn var malarvegur að hluta. Þaðan lá leiðin til Mexican Hat og stoppuðum við til að taka mynd af klettinum sem þorpið er kennt við. Síðan var það Monument Valley með öllum sínum hrikalegu en flottu klettum en þar stoppuðum við til að stunda smá viðskipti og taka myndir auðvitað. Eftir þetta var haldið til Grand Canyon þar sem við horfðum á sólina setjast við Desert View og ræddum við amerískan eldri borgara um ýmislegt m.a. Ísland og efnahaginn svona yfirleitt. Það var farið að dimma svo við keyrðum til Tusayan þar sem við gistum í nótt. Á morgun ætlum við aftur að Grand Canyon og skoða meira og þá í birtu. Hér koma nokkrar af þeim myndum sem við tókum en við tókum yfir 300 myndir bara í dag 🙂

20131013-221253.jpg

20131013-221311.jpg

20131013-221329.jpg

20131013-221347.jpg

20131013-221407.jpg

20131013-221430.jpg

20131013-221450.jpg

20131013-221513.jpg

20131013-221533.jpg

20131013-221600.jpg

20131013-221621.jpg

20131013-221643.jpg

20131013-221700.jpg

20131013-221719.jpg

20131013-221739.jpg

20131013-221805.jpg

20131013-221827.jpg

20131013-221852.jpg

20131013-221915.jpg

20131013-221936.jpg

20131013-221957.jpg

20131013-222529.jpg

Fleiri myndir frá gærdeginum.

Hér koma fleiri myndir frá því í gær.

20131013-204922.jpg

Gott að hafa brekku ef trukkurinn getur ekki stoppað.

20131013-204944.jpg

20131013-205002.jpg

Við fórum ekki til No Name 😉

20131013-205027.jpg

Ekki mikið eftir af þessari brú 🙂

20131013-205108.jpg

Fagurt útsýni.

20131013-205130.jpg

Örugglega geðveikt að sigla á kajak eða gúmmíbát á Colorado River, spurning um að gera það næst 🙂

20131013-205152.jpg

20131013-205209.jpg

Þorvaldur að taka myndir eins og svo oft áður enda nær hann nokkrum góðum 😉

20131013-205231.jpg

Við Fishers Towers.

20131013-205302.jpg

Sáum fullt af flottum klettum og fjöllum

20131013-205330.jpg

20131013-205352.jpg

Mér fannst svo flottur miðinn á bílnum þar sem stóð: Fáðu þér hybrid því ég þarf ð nota bensínið. Húmor það 😉

20131013-205419.jpg

Tekið sitt hvorum megin við Hole in the Rock.

20131013-205444.jpg

20131013-205508.jpg

Einmanna klettur.

20131013-205531.jpg

Fyrir utan hótelið í Monticello, Wayside Inn.

20131013-205558.jpg

Ein sjálfsmynd 😉

20131013-205624.jpg