Denver – Monticello

Við vöknuðum eldsnemma og fengum okkur vel útilátin amerískan morgunmat því við vissum að dagurinn yrði langur. Eftir að hafa tekið allt dótið lögðum við af stað. Við keyrðum eftir I 70 west í gegnum ægifagurt landslag, þar sem blöstu við okkur snævi þaktir tindar og alls kyns fjöll sem öll áttu það sameiginlegt að kalla fram hjá okkur vá tilfinningar. En við áttum eftir að segja þetta orð vá oftar, því þegar við keyrðum út af I 70 þá tók við ennþá meiri fegurð þannig að manni fannst Þingvellir blikna við samanburðinn (ekki mjög mikil ættjarðastemmning þarna). Öll þessi leið er merkt scenic route í kortabókinni okkar og er þar ekki verið að ljúga. Við stoppuðum mjög oft til að taka myndir og við tókum nokkrar út um bílgluggan því ekki var alltaf hægt að stoppa. En við stoppuðum á stað sem heitir Hole in the rock sem er eins konar safn. Þar grófu hjón út úr fjallinu einhvern tímann í kringum 1940, 465 m3 og ráku þar veitingahús og heimili fyrir sig. Ótrúlega gaman að sjá þetta og búið að gera umhverfið skemmtilegt, ég held að við höfum stoppað þarna um klukkutíma við að skoða. Við komum til Monticello um klukkan 16 og byrjuðum á að reyna tékka okkur inn á hótel. Þar hafði eigandinn aldrei haft íslendinga í gistingu en það reyndist ekki vera okkar hótel og var hún hálf fúl yfir að við værum fara að gista hjá manninum á móti. En hún gaf okkur þó góða punkta fyrir ferðalagið á morgun og var hin vinalegasta. Hótelið okkar er þó alveg ágætt þó að Internetið sé frekar slakt en ég ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir en við setjum inn fleiri síðar 😉

20131013-091822.jpg

20131013-091924.jpg

20131013-091946.jpg

20131013-092011.jpg

20131013-092032.jpg

Denver á Segway

Við áttum góðan dag í Denver í gær. Byrjuðum á indælis morgunverði, american style og undirbjuggum okkur fyrir daginn. Við byrjuðum á að keyra niður í miðbæ til að fara á Segway. Reyndist túrinn hinn allra skemmtilegasti og sáum við stóran part af miðborginni. Denver er mjög falleg borg, fullt af görðum og göngu og hjólastígum. Við eyddum tveimur tímum í að krúsa um á Segway og skoða mannlífið og mælum við með svona ferð ef farið er hér um slóðir. Eftir að hafa rölt um 1600 Mall Street og kíkt í nokkrar búðir fórumvið í viðskiptaferð eins og þær gerast bestar 😉 Núna verður svo haldið á vit ævintýranna en nánar um það síðar. Hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum.

20131012-070524.jpg

20131012-070534.jpg

20131012-070545.jpg

20131012-070554.jpg

20131012-070602.jpg

20131012-070610.jpg

20131012-070619.jpg

20131012-070627.jpg

20131012-070643.jpg

Denver here we come

Eftir átta tíma flug í sneisafullri vél lentum við í Denver. Það var frekar mikil ókyrrð á seinni hluta ferðarinnar og lítið útsýni svo tíminn var notaður í að reyna að sofa og horfa á sjónvarp. Eftir að hafa farið í gegnum hið bráðskemmtilega immigration og custom fórum við og fengum bílinn okkar, mjög fallegan og hvítan Raw 4. Einhverja hluta vegna erum við oft með hvíta bíla á ferðalögum okkar í USA. Við keyrðum svo sem leið lá á þetta ágæta Best Western hótel og eftir að hafa hent inn farangri, fórum við og sinntum smá viðskiptum í Valgarði (Walmart) og enduðum á Makkanum í sukki og svínaríi. Það voru frekar þreyttir ferðalangar sem lögðust til svefns en þá var klukkan sex á íslenskum tíma 😉 Í dag ætlum við svo að fara á Segway og soða okkur um í Denver, því á morgun hefst ferðalagið mikla.

20131011-071255.jpg

20131011-073736.jpg

20131011-073749.jpg

20131011-073759.jpg