Dagur 8 – Kosta Ríka

Lögðum af stað eldsnemma i tveggja tíma rútuferð til að komast í regnskóginn sem við höfðum ákveðið að skoða. Þegar þangað var komið stigum við um borð í skíðakláf sem tók 6 menn og einn leiðsögumann. Að lokinni 70 mínútna kláfferð var boðið upp á dýrindis hádegisverðahlaðborð en síðan var haldið í 25 mínútna göngutúr áður en haldið var til baka til skips. Í rútuferðinni sáum við heilu akrana af bananatrjám og ananasplöntum en við sáum einnig hve hrörleg húsin hjá heimamönnum eru og mikið rusl alls staðar. Einnig sáum við mikið af gámastöðvum sem útskýrist af því að landið liggur bæði að Kyrrahafi og Atlandshafi og nýta margir sér landflutning sem er ódýrari heldur en ferð í gegnum Panamaskurðinn. Þrátt fyrir að hafa verið að heimsækja regnskóginn vorum við tiltölulega heppinn með veður þangað til við fórum í rútuna en þá fór að hellirigna 😉

2010-03-23-1

2010-03-23-2

2010-03-23-3

2010-03-23-4

2010-03-23-5

2010-03-23-6

Dagur 7 – Panama

Við vöknuðum eldsnemma og drifum okkur í morgunmat því við áttum að vera lögð af stað í skoðunarferð um Panamaskurðinn klukkan 9. Þetta gekk allt upp og við brunuðum af stað sem leið lá frá Colon í áttina til Panamaborgar. Við ókum þó bara hálfa leið, meðfram Gatun vatni og fórum um borð í tveggja hæða ferju rétt ofan við Gatun lásana við hæsta punkt Panamaskurðsins. Við sigldum síðan í 6 stundir með tilheyrandi bið á meðan lásarnir tveir voru vatnshæðarjafnaðir í 35 gráðu hita og blankalogni sem var alveg að kæfa okkur. Það skipti þó heldur betur um veður þegar við sigldum undir Ameríkubrúna því þá kom þessi úrhellis demba með þrumum og eldingum sem stóð í klukkustund. Það var ótrúlega gaman að upplifa þetta og ekki spillti það fyrir að fá um þetta skriflega staðfestingu. Eftir að hafa siglt yfir í Kyrrahafið var á ný stigið upp í rúturnar og ekið í gegnum Panamaborg og framhjá helstu stöðum og kennileitum og komið aftur til skips rúmum 8 tímum síðar 😉

2010-03-21-1

2010-03-21-2

2010-03-21-3

2010-03-21-4

2010-03-21-5

2010-03-21-6

2010-03-21-7

2010-03-21-8

Dagur 6 – letilíf á sjó

Við sváfum lengur en vanalega eða til 8:30 og fórum á Windjammer. Eyddum síðan 1 og ½ tíma í ræktinni og lágum í sólbaði og hlustuðum á James Patterson. Rákumst síðar á borðfélaga okkar og sýndum þeim myndir gærdagsins í fartölvunni. Fyrir kvöldmat fórum við í boð hjá skipstjóranum sem haldið var fyrir Crown and Anchor meðlimi. Þar vorum ferðalangar spurðir hve oft þeir hefðu siglt og kom þá í ljós að eitt par frá Flórída var í sinni 97. siglingu frá árinu 1990 eða næstum 5 siglingar á ári og hana nú 😉

2010-03-20-1

2010-03-20-2