Jæja kæru lesendur, hér koma myndirnar sem við lofuðum fyrr í dag. Þetta er síðasta færslan héðan frá Jewel of the Seas, næst fáið þið að heyra frá okkur þegar við komum í Stóra Eplið þ.e. New York. New York here we come 😉
Greinasafn fyrir flokkinn: Flórída 2010
Dagur 10 Cayman eyjar
Við sitjum hér í smá verslunarmiðstöð og sníkjum internet af innfæddum, við eigum það inni eftir allar bankainnstæður útrásavíkingana hahaha 😉 Við sváfum yfir okkur í morgun og hröðuðum okkur í leikhúsið á 5. dekki enn við áttum að mæta þar eldsnemma, engin morgunmatur í dag. Eftir að hafa siglt út að höfninni, því við erum í ytri höfninni hér, fundum við okkar skoðanaferð. Við komumst að því að við vorum bara 4 í þessari hjólaferð. Ferðafélagar okkar voru í þvílíkri hjólamúnderingu og komumst við að því að þau höfðu pantað ferðina fyrir nokkrum mánuðum. Samt sem áður vorum við miklu betur á okkur komin heldur en þau en við erum auðvitað í svo góðri æfingu 🙂 Við hjóluðum c.a. 10 km og komum við á skjaldbökubúgarði, í rommsölu og í bænum Hell. We went to Hell and came back. Hell er pínu bær með sérstökum kóralrifi sem er inn í miðju landi. Það var mjög gaman að skoða skjaldbökurnar sem voru allt frá nokkra mánaða upp í 60-70 ára. Við erum búin að rölta um og fara í Del Sol og kaupa nokkra boli en þeir skipta um lit í sól. Við ætlum að setja inn myndir vonandi seinna í dag eða kvöld, so until then…. by
Dagur 9 – Á sjó…….
Dagurinn í dag hefur svo farið í að slappa af, fara í ræktina og njóta lífsins 🙂 Í kvöld var svo seinni formlegi kvöldverðurinn og nutum við hans ásamt skemmtilegum borðfélögum. Af þeim 10 sem sitja við borðið hefur helmingurinn komið til Íslands, skemmtileg tilviljun. Á leiðinni upp í káetu vorum við svo samferða skipstjóranum Stig Nilson sem er frá Noregi en hann hafði verið á íslenskum fiskibátum í 10 ár.