Route 66 – Big Blue Whale, Tulsa Oklahoma

Eftir að hafa gist í Tulsa og hvílt lúin bein fórum við og kíktum á einn áfangastaðu routunnar Big Blue Whale. Þar er hægt að synda í vatninu sem hvalurinn liggur útí en ég hafði lítinn áhuga á þessu óhreina vatni þó það sé örugglega eins kalt og sjórinn 😱 Það var svolítill vindur á meðan við stölðruðum þarna við en áfram hélt ferðin.

Sjósund gömlunnar

Ég hef verið ötull talsmaður sjósunds síðustu misserin. Ég gekk til liðs við frábæran hóp sem kallast Glaðari þú og með þeim hef ég fetað veginn fram á við við að sættast við sjóinn og gera hann að hjálparmanni mínum í báráttu við verki og margt fleira. Það má segja að ég hafi eflst andlega og líkamlega á þessum vetri með hjálp þessara glöðu kvenna og farið vel út fyrir þægindarammann. Þessi hópur er einstakur í alla staði með tilsögn tveggja yndislegra kvenna Möggu og Tinnu sem ég kalla vini mína í dag. Ég hef kynnst frábærum konum úr þessum hópi sem ég vil líka kalla vini mína ❤️ Hér á eftir koma nokkrar vel valdar myndir úr þessum

Afmæli

Maður er svo heppinn að fá að lifa en einn yndislega afmælisdaginn. Sólin skein og fólkið mitt fagnaði með mér 😘 Dagurinn endaði svo í yndislegum kvöldverði með mínum ektamanni 😉