Route 66 – Cadillac Ranch, New Mexico.

Þegar við höfðum komið okkur út af hótelinu og aðeins vesenast með bílaleigubílinn sem var farinn að vera með einhver aukahljóð sem reyndist vera minniháttar og lagað keyrðum við að Cadillac Ranch. Það eru 10 Cadillacar sem standa upp úr auðninni og hægt er að láta listræna hæfileika sína í ljós með spreybrúsum. Við létum okkar hæfileika í ljós og gengum um og nutum veðursins því þrátt fyrir talsverðan vind var bara hlýtt og notalegt.

Route 66 – Stóra gosflaskan Pops, buffalóar og margt fleira.

Á leiðinni í náttstað í Amarillo keyrðum við framhjá þessari stóru gosflösku sem er einnig staðsett í Arcadia eins og Round Barn. Á leiðinni fóru við út af leið okkar og komum við í Cherokee Trading Post sem er nálægt Clinton. Við vissum að þar væri hægt að skoða buffala sem við og gerðum. Þeir voru nú frekar latir enda farið að síga á daginn okkur tókst ekki að vekja athygli þeirrra á okkur enda eru eflaust allir að reyna það sem koma þangað. Þarna var líka stærðar búð með öllu því sem indíánar og kúrekar þurfa. Gamla var næstum búin að labba út með kúrekastígvél og leðurjakka með kögri 😱 en keypti þess í stað bara sage vöndla til að kveikja í þegar heim kemur. Við keyrðum fram hjá 19 hæða krossi, stærsti kross in the western hemisphere eins og þeir segja og kallast Cross of Our Jesus Christ. Hann er staðsettur nálægt Groom í Texas en það var næsta ríki sem við ætlum að skoða.

Route 66 – Round Barn í Arcadia Oklahoma.

Það var mjög gaman að koma við í hringlaga hlöðunni í Arcadaia í Oklahoma. Það var mikið af fólki sem hafði safnast saman á þessum sunnudegi fyrir páska. Það var mikið fjör og hljómsveit skipuð fjórum, þrír á gítara og ein spilaði á fiðlu, pabbinn með börnin sín stelpu 18 ára og strák 15 ára og svo vinur þeirra. Ótrúlega skemmtilegt bluegrass sem einkennir þetta svæði og fylgdumst við með af ánægju. Svo bættust við tveir dansarar gömul hjón sem að tóku fyrir okkur sporið. Sannkölluð suðurríkja stemning á þessum sunnudegi ❤️