Föstudagur í Atlanta

Jæja nú er bara föstudagur og þátttöku okkar a NAEYC (neisý) er lokið í þetta skiptið. Við erum búnar að vera rosalegar heppnar með fyrirlestra, það hefur verið gaman á þeim öllum og okkur ekki dottið í hug að skipta um. Við höfum haldið okkur svolítið í skapandi deildinni, tónlist, sögugerð og aðferðir tengdum því, jóga og svo fórum við í einn um útikennslu. Við höfum tekið þátt í að segja sögur, teygt og beygt í jóganu og dansað á sviði með Bob Mc Grath sem er í Sesame Street. Fullar af hugmyndum höldum við svo heim á morgun. Í gærkvöldi fórum við svo með Mörtunni að hitta Önnu Lovísu frænku mína, Gareth manninn hennar og strákana þeirra Liam og Tómas. Þau búa í Decatur sem er hérna í útjaðri Atlanta. Það var virkilega gaman að hitta þau og sjá hvernig þau búa. Eftir fyrirlestrana í dag fórum við svo í Bestbuy í Lindbergh að reyna að stunda smá viðskipti en það reyndist frekar erfitt því að það sem við höfðum áhuga á fékkst ekki. Við stoppuðum á Chili’s og fylltum á tankinn og auðvitað var gott það sem var þar í boði að vanda 😉 Á morgun fljúgum við svo til Boston og svo heim á sunnudag. Við erum ákveðnar í að fara fljótlega aftur á Neisý eins og heimamenn kalla það og erum bara byrjaðar að safna.

20121110-032723.jpg

20121110-032736.jpg

Annar dagur í Atlanta

Þar sem að ekki voru nógu spennandi fyrirlestrar í dag að okkar mati, notuðum við daginn til að kanna nýjar slóðir. Fórum við með Mörtunni í Atlantic Station, Lenox og Buckhead, gengum alveg helling í þessari ferð okkar og var það kærkomið að komast heim í heitt bað og afslöppun.Í ferðinni sáum við ýmislegt skemmtilegt m.a. eldgamlan jólasvein, já jólin eru greinilega að koma í Atlanta. Við fórum líka og áttum smá viðskipti við heimamenn, fórum í gamla herinn (Old Navy) og Markið (Target) svo eitthvað sé nefnt. Við enduðum svo á að borð á Hard Rock, staðgóða og holla máltíð. Morgundagurinn og föstudagurinn fer svo í að fræðast, hitta aðra kennara og það sem er best: að hafa gaman að þessu öllu 😉

20121108-050519.jpg

20121108-050543.jpg

20121108-050601.jpg

20121108-050640.jpg

20121108-050658.jpg

20121108-050728.jpg

20121108-050741.jpg

20121108-050840.jpg

Atlanta

Nú erum við á hótelinu að velja okkur fyrirlestra til að fara á næstu daga og erum við búnar að skrá niður einhverja 7 mismunandi sem okkur finnst spennandi, nóg að gera sem sagt. En við komum með flugi frá Boston upp úr hádeginu eftir svolítið hrist og hoss, smá vindur og uppstreymi kannski leifar af einhverju 😉 Eftir að hafa tékkað okkur inn á þetta annars ágæta hótel fórum við og skráðum okkur og fengum nauðsynleg gögn. Síðan fórum við með MÖRTU, sem er neðanjarðarlestakerfið hér, í mall til að gera smá viðskipti. Á morgun ætlum við að nota til að gera fleiri viðskipti og skoða okkur um. Hér á eftir koma nokkrar myndir svona til gamans 🙂

20121107-040556.jpg

20121107-040615.jpg

20121107-040634.jpg

20121107-040647.jpg

20121107-040705.jpg

20121107-040711.jpg

20121107-040806.jpg