Frá New York

Við lögðum af stað um hádegið eftir að hafa tékkað okkur út af hótelinu. Við ákváðum að keyra niður að Ground Zero sem við gerðum en komumst að því eftir að hafa keyrt í gegnum misspennandi hverfi að allt var lokað af og hvergi hægt leggja bíl til að skoða staðinn. Það var samt mikil breyting frá því að við vorum þarna síðast, ekki nein eyðilegging bara uppbygging. Það verður gaman að koma þarna seinna og vera þá ekki á bíl 😉 Við héldum áfram förinni í gegnum New Jersey alla leið upp til Woodbury Commons sem er outlet mall. Við nærðum okkur og gerðum smá viðskipti eins og okkur er einum lagið. Síðan keyrðum við eftir Taconic Parkway til Pine Plains og hittum Stan og Söruh. Það var gaman að sjá þau þó að það sé langt síðan síðast og ekki breytist mikið í sveitinni, jú það hafði bæst við einn hundur hún Esja. Við spjölluðum heil lengi og næst var haldið á veitingastað sem er í rauninni veitingaskóli og voru þjónar og kokkar allir nemar við skólann. Þetta er ótrúlega flottur staður í gömlum húsum sem einu sinni var klaustur. Maturinn bragðaðist frábærlega og eftirrétturinn geggjaður þrátt fyrir litinn. Í dag er ýmislegt á dagskránni, ætlum að skoða graskersbúgarð og fara með í trick and treat, vonandi verður þetta bara fjör 🙂

IMG_0020-0.JPG

IMG_0003-0.JPG

IMG_0016-0.JPG

IMG_0002-0.JPG

IMG_0021.JPG

IMG_0023.JPG

IMG_0022.JPG

IMG_0038.JPG

IMG_3574.JPG

IMG_3571.JPG

IMG_3572.JPG

IMG_0017.JPG

One thought on “Frá New York

Lokað er á athugasemdir.