Burðardýrið mikla

Í gær var sem sagt viðskiptadagurinn mikli, allt er hægt að gera á einum degi ef viljinn er fyrir hendi. Við fórum í þriðju stærstu verslunarmiðstöð hérna í New York, Roosewelt Fields. Mjög flott og er verið að stækka hana sem sést svolítið þegar inn er komið. Við eyddum þar dagsparti og sinntum okkar heimsþekktu viðskiptum 😉 Eftir að hafa klárað og nærst héldum við áfram förinni í nágrenninu og sinntum meiri viðskiptum. Það byrjaði að hellirigna á leiðinni heim á hótelið og gekk umferðin frekar hægt. Við komumst þó á leiðarenda heil á húfi og burðardýrið mikla hlóð á sig pokum og skellti sér inn á hótel án þess að blotna neitt rosalega mikið. Við eyddum svo kvöldinu við að gera nákvæmlega ekki neitt nema kannski að ganga frá varningi í töskur 🙂 Á eftir er svo ferðinni heitið til Pine Plains, með viðkomu í Woodbury Commons og er það ný leið fyrir okkur. Þar ætlum við að eyða tíma með vinum okkar Stan og Söruh og halda upp á halloween. Sarah ætlar að fara með gömlu í stærstu garnbúð í austurhluta USA og er það mikil tilhlökkun. Vonandi verða fleiri myndir í næstu færslum, ég hef átt í smá erfiðleikum að koma inn færslum en þetta hefst með góðri hjálp. Until later 😉

IMG_3570.JPG

5 thoughts on “Burðardýrið mikla

  1. Ekki hafa þessi viðskipti verið leiðinleg, þarf að prófa þetta mall við tækifæri 🙂

    Verður gaman að fá að sjá hvað er í pokunum þegar þið komið heim 🙂


  2. Gaman að fá að fylgjast með. Tobbi tekur sig vel út með pokana. Gangi ykkur vel og bestu kveðjur.

  3. Gaman að heyra frá þér Gróa mín. Hlakka til að heyra og sjá myndir af hrekkjavökunni. Njóttu.

Lokað er á athugasemdir.