Las í einni ákveðinni gestabók af barnasíðu að minnt var á hvort viðkomandi væri föst í tímavélinni og datt þá í hug að ég væri það líka. Ég er þó aðeins skárri en viðkomandi því ég á færslu síðan í mars, engin keppni Hanna en ákvað að minnast aðeins á þetta 😉 Jæja lífið gengur svona sinn vanagang hér á Miðbrautinni, allir í vinnu og fá útborgað hahaha, samt ekkert grín í kreppunni. Við hjónin og sonur okkar kær ákváðum að gefa henni, þ.e. kreppunni, langt nef og erum að plana ferð til Ameríku en ekki hvað. Við förum 9. júlí til Boston og ætlum að keyra til Minneapolis og komum heim að morgni 25. júlí. Við erum orðin svolítið spennt fyrir þessu og erum búin að gera beinagrind sem farið verður eftir. Bara skemmtilegt 🙂 En eins og ég sagði þá gengur lífið sinn vanagang, eftir að við urðum ein í kotinu þá útbjó ég mér dyngju úr gamla saumaherberginu (var saumaherbergið hennar mömmu fyrir þá sem ekki vita). Ég get s.s. bara verið þar og lokað þess vegna ef okkur verður nú sundurorða hjónakornunum hahaha, allt við hendina nema kannski vantar þar inn er vínkælir…….. ég er svo dugleg í því nefnilega. En loksins er ég búin að fá aðstöðu fyrir mitt dót og get bara draslað til í föndrinu og þarf ekki að taka saman en það er alltaf voða snyrtilegt 😉 Jæja nú er ég að spá í að fara að hætta þessu masi og reyna að drífa mig í ræktina, sem ég hef ekki verið alltof dugleg að mæta í. Auf wiedersehen…………….