Fréttir af Miðbrautinni

Jæja nú er orðið langt síðan síðast, þrátt fyrir góð fyrirheit um dugnað í skrifum þá hef ég ekki verið að standa mig í því. Þó nokkrar fréttir af genginu, fyrst þá erum við hjónakornin að verða ein í hreiðrinu. Kristján er að flytja frá okkur og á Austurströndina, í næsta nágrenni, eiginlega við hliðina á Eddu og Gumma sem fluttu á Nesið í febrúar. Við höfum sem sagt verið í flutningum, innkaupum á innanstokksmunum og fleiru, dittað að hinu og þessu eða bara því sem að fylgir flutningum. En nú fæ ég bráðum herbergi til að setja allt mitt hafurtask í og get bara dreift mér án þess að vera alltaf að taka saman 😉 Gummi hefur verið á faraldsfæti, fór til Kanarí tvisvar sinnum að vinna og þau skötuhjúin eru á leið til Boston eftir tvær vikur, smá öfund í gangi að minni hálfu. Ég er alltaf í huganum einhvern veginn hálf partinn í útlandinu en ekkert hefur verið planað í þá veru, er ekki annars kreppa? Ég veit ekki, mér finnst alltaf fullt að gera alls staðar ef ég fer bæjarleið en kannski eru allir hinir líka þá að sinna erindum og viðskiptum 🙂 Jæja ég er að hugsa um að láta þetta vera gott í bili, svo þar til næst……