Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, þetta er gjarnan notað um áramót þegar vinir og vandamenn hittast og er það vel. Árið 2009 var ár mikilla breytinga í okkar litla þjóðfélagi en ég held að næsta ár 2010 verði það nú líka. Mikil óvissa ríkir um margt og allt sem áður var öruggt er það ekki lengur. En þá er bara að vera bjartsýnn og nýársheitið í ár er bara að lifa lífinu lifandi 😉
Gleðileg jól
Ég vil nota tækifærið og óska öllum þeim sem fylgjast með síðunni gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hef þau áramótaheit að vera duglegri að skrifa pistla 😉
Smá uppfærsla ;o)
Eftir mjög langt hlé kemur smá uppfærsla. Ég er ekki flutt af landinu eða ligg með tærnar upp í loft og geri ekki neitt, það er bara þannig að ég er með nokkurs konar ritstíflu sem lýsir sér í að það koma nánast engar færslur á síðuna mína…. skrítið. Ég hef samt sem áður í hyggju að skrifa ferðasögu sumarsins í máli og myndum, sem kemur von bráðar hér inn á síðuna. Svo bíðið bara spennt…………… 😉