Aftur í Boston

Nú erum við komnar aftur til Boston og þessi skemmtilega vika á enda. Við erum hér í tveggja herbergja svítu með 2 sjónvörp svo við þurfum ekki að slást um fjarstýringuna 😉 Flugið frá Atlanta var bara mjög ljúft, við sváfum nánast alla leiðina. Það skemmtilega var að við fengum íslenskan sessunaut en sá var líka á ráðstefnu og í vinnunni. Á morgun ætlum við að tékka aðeins á Bostonarbúum og kannski gera smá viðskipti áður en við fljúgum heim í kuldann 🙂

20121111-032145.jpg

Föstudagur í Atlanta

Jæja nú er bara föstudagur og þátttöku okkar a NAEYC (neisý) er lokið í þetta skiptið. Við erum búnar að vera rosalegar heppnar með fyrirlestra, það hefur verið gaman á þeim öllum og okkur ekki dottið í hug að skipta um. Við höfum haldið okkur svolítið í skapandi deildinni, tónlist, sögugerð og aðferðir tengdum því, jóga og svo fórum við í einn um útikennslu. Við höfum tekið þátt í að segja sögur, teygt og beygt í jóganu og dansað á sviði með Bob Mc Grath sem er í Sesame Street. Fullar af hugmyndum höldum við svo heim á morgun. Í gærkvöldi fórum við svo með Mörtunni að hitta Önnu Lovísu frænku mína, Gareth manninn hennar og strákana þeirra Liam og Tómas. Þau búa í Decatur sem er hérna í útjaðri Atlanta. Það var virkilega gaman að hitta þau og sjá hvernig þau búa. Eftir fyrirlestrana í dag fórum við svo í Bestbuy í Lindbergh að reyna að stunda smá viðskipti en það reyndist frekar erfitt því að það sem við höfðum áhuga á fékkst ekki. Við stoppuðum á Chili’s og fylltum á tankinn og auðvitað var gott það sem var þar í boði að vanda 😉 Á morgun fljúgum við svo til Boston og svo heim á sunnudag. Við erum ákveðnar í að fara fljótlega aftur á Neisý eins og heimamenn kalla það og erum bara byrjaðar að safna.

20121110-032723.jpg

20121110-032736.jpg