Eftir átta tíma flug í sneisafullri vél lentum við í Denver. Það var frekar mikil ókyrrð á seinni hluta ferðarinnar og lítið útsýni svo tíminn var notaður í að reyna að sofa og horfa á sjónvarp. Eftir að hafa farið í gegnum hið bráðskemmtilega immigration og custom fórum við og fengum bílinn okkar, mjög fallegan og hvítan Raw 4. Einhverja hluta vegna erum við oft með hvíta bíla á ferðalögum okkar í USA. Við keyrðum svo sem leið lá á þetta ágæta Best Western hótel og eftir að hafa hent inn farangri, fórum við og sinntum smá viðskiptum í Valgarði (Walmart) og enduðum á Makkanum í sukki og svínaríi. Það voru frekar þreyttir ferðalangar sem lögðust til svefns en þá var klukkan sex á íslenskum tíma 😉 Í dag ætlum við svo að fara á Segway og soða okkur um í Denver, því á morgun hefst ferðalagið mikla.
Denver – Phoenix – San Diego – Las Vegas
Á morgun hefst ný ferð okkar hjóna, vonandi fylgjast allir með okkur 😉
Síðasti dagurinn fyrir heimferð
Nú er ferðin okkar brátt á enda og heimferðardagur á morgun. Þessar tvær vikur hafa liðið hratt og við átt yndislega daga hér í Eagle Creek. Í dag fóru ég, Þorvaldur, Edda og Gummi á Segway í Celebration sem er bær hér í Disney hverfinu. Við eyddum nærri tveimur tímum og skemmtun okkur vel. Á meðan var Gróa Mjöll í góðu yfirlæti hjá Didda sínum og Heiju sinni og fóru þau í göngutúr um hverfið, það má sjá myndir á síðunni þeirra http://blog.kt.is. Hér á eftir koma myndir frá deginum.