Við fórum í smá göngutúr til að kanna umhverfið, ræktina, sundlaugina og svona. Hér koma nokkrar myndir 😉
Við fórum í smá göngutúr til að kanna umhverfið, ræktina, sundlaugina og svona. Hér koma nokkrar myndir 😉
Jæja þá erum við komin í sólina í Flórída. Við komum tímanleg í Keflavík eftir að hafa komið við á nokkrum stöðum, til að knúsa fólk og tékka á hlutum. Eftir að hafa sinnt smá viðskiptum í fríhöfninni, sem vel á minnst stendur ekki undir því nafni þessa stundina að vera best í heimi. Á leiðinni í Sagalánsið hittum við hana Beggu flugfreyju sem var að koma frá París og fengum góða ferð knús hjá henni. Við sátum svo og kýldum vömbina áður en haldið var út í vél. Flugið var yndislegt í alla staði, við fengum 3 sæti og gátum því aðeins haft meira olnbogarými. Það var eins og flugstjórinn væri að lenda þyrlu svo mjúk var lendingin í Sanford. Það gekk vel í immigration og við vorum komin fljótlega á bílaleiguna. Þar fengum við forláta Chevrolet eftir að hafa átt að fá minni bíl en sá sem var að sækja bílana ákvað að láta okkur hafa þennan, fékk hann ríflegt tips frá okkur 😉 Þess má geta að hann er hvítur en við höfum oft verið með hvíta bíla hér í Ameríkunni. Eftir akstur eftir I-4 vorum við svo komin á leiðarenda í Terra Verde seint og um síðir. Þar biðu Helena og Kristján eftir okkur en Róbert Ingi var farin að lúlla. Það koma svo fleiri myndir og sögur seinna 🙂
Við vöknuðum snemma og borðuðum morgunmat en við höfðum ákveðið að taka hótelskutluna út á flugvöll að loftlestinni (Air train) sem við og gerðum. Við tókum svo loftlestina að Jamaica station og þar áfram með neðanjarðarlestina að 42. stræti. Þegar upp úr lestinni var komið gengum við að Times Square og eyddum tíma þar og héngum á netinu sem er frítt og sendum inn myndir á hina og þessa samskiptamiðla. Áfram var haldið niður eftir Broadway og 7. stræti að Madison Square Garden þar sem við fórum í sýnisferð um staðinn. Við fórum um húsið og skoðuðum aðalsalinn þar sem bæði Knicks og Rangers spila heimaleiki í körfu og íshokkí ásamt að fara í stúkur þar sem að fína fólkið horfir á leikina. Þessi ferð var alveg peningana virði sérstaklega þar sem við vorum látin borga eldri borgara verð, takið eftir eldri borgara þ.e. 62+ í aldri hahaha, fyrsta skipti sem ég finnst ég vera gömul 😉 Eftir að hafa skoðað MSG nærðum við okkur og örkuðum svo af stað í átt að World Trade Center en við vorum rúman klukkutíma að rölta alla þessa leið, gegnum litlu Ítalíu og Tribeka hverfið. Við skoðuðum nýja turninn og umhverfið en héldum svo niður í neðanjarðarlestina á leið heim. Leiðin heim var greið en lestin var troðfull af fólki og vorum við heppin að fá sæti. Hótelrútan sótti okkur og flutti okkur heim á hótelið og þurftum við ekki að bíða lengi eftir henni. Núna erum við að hvíla lúgin bein og ætlum við að fara og næra okkur eitthvað. Þetta er búið að vera frábær dagur í alla staði en þessu fer nú brátt að ljúka því við fljúgum heim á morgun 🙂