Eftir að hafa sinnt smá viðskiptum fórum við og tékkuðum okkur inn á ráðstefnuna og fengum öll gögninn. Við kíktum á svæðið svona til að átta okkur á staðháttum, það þarf greinilega að mæta snemma til að lenda ekki í vanda að ná bílastæði og svona.Við hittum nokkrar íslenska starfsfélaga sem voru í sömu erindagjörðum. Við héldum heim á leið til að fara í gegnum bæklinginn og finna þá fyrirlestra sem vekja áhuga okkar 😉 Mikið var hlegið og greinilegt var að þreytan var pínu farin að segja til sín því að athyglisbresturinn var alveg í hámarki. Við skutluðumst svo í Steak´n´shake og fengum okkur djúsí burger. Þegar heim var komið héldum við áfram að skipuleggja og fórum óvenju snemma að sofa eftir að hafa vakað í 16 tíma 🙂
Fyrsti dagurinn fyrri hluti
Þrátt fyrir lítin svefn þá vorum við vaknaðar um hánótt á staðartíma en þá var klukkan okkar auðvitað bara ekki á staðartíma. Eftir að hafa farið að synda, talað meira og borðað morgunmat röltum við um hvefið. Leikvöllurinn hefði sómað sig vel í hvaða leikskóla sem er og auðvitað prófuðum við hann. Sundlaugargarðurinn er líka geggjaður með tveimur sundlaugum og heitum pottum, svo er líka mjög góð rækt sem verður skoðuð nánar síðar. Við vorum mjög snemma á ferðinni og fáir á ferli en það truflaði okkur ekkert 😉 Við fórum svo og sinntum smá viðskiptum því það þarf nú líka að gera hér í Ameríkunni 🙂
Komnar á áfangastað í Ólafshús
Jæja þá erum við loksins mættar í Ólafshús eftir mjög þægilega flugferð frá Íslandi og bílferð frá MCO Orlando International. Eftir að hafa eytt góðum tíma í flugstöðinni heima, sumir fóru í betri stofuna en aðrir skoðuðu herlegheitin og fengu sér hressingu, fórum við um borð í flugvélina sem bar það skemmtilega nafn Eyjafjallajökull 😉 Okkur var öllum safnað út í rútu og við keyrð að flugvélinni sökum þess að verið var að gera við ranann á útgangi númer 29. Þetta minnti helst á gömlu flugstöðina þar sem gengið var upp stiga við inngangana, eins gott að veðrið var ekki verra. Enn flugið gekk sem sagt mjög vel, nánast enginn ókyrrð og gátum við lagt okkur, horft á sjónvarpið og talað. Lendingin var eins og flugið og vegabréfsinnrituninn bara peace off cake eins og sagt er stundum. Ekki miklar raðir og spaugsamir tollverðir. Eftir að hafa náð í bílinn sem er hvít eðaldrossía, ameríkanar myndu segja að hér færu soccermom´s, komum við við í Publix og versluðum nokkrar nauðsynjar. Þegar komið var í Ólafshús skiptum við með okkur herbergjunum fjórum og gengum frá dótinu okkar. Við fengum okkur hressingu og tókum upp gjafirnar sem meðferðis voru en þær innihéldu nauðsynjar til að dvelja hér eins og innkaupatösku, nuddrúllu, baðhettu og snyrtivörur. Þegar við höfðum svo talað aðeins meira og áttað okkur á að klukkuan var rúmlega 5 heima lögðumst við svo til svefns. Á morgun er svo alvara lífsins, ná í ráðstefungögnin og svo að kíkja á nánasta umhverfi 🙂 Hér koma nokkrar myndir af miskrumpuðum fyrirsætum en vonum að fólk taki viljan fyrir verkið og endilega að fylgjast með okkur, lofum skemmtilegum sögum og kannski betri myndum 😉