Allt gekk eins og í sögu, ekkert vesen til að byrja með. Flugferðin var þægileg, við fengum þrjú sæti og gátum því breytt úr okkur. Þessir klukkutímar voru fljótir að líða, sólin skein inn um gluggana og útsýnið var ægifagurt á milli. Röðin var stutt í innritun á landamærunum og gekk það eins og í sögu, þó gaurinn sem við lentum á var frekar fúll. Það tók smá stund að endurheimta farangurinn og þegar því var lokið var bara að sækja bílaleigubílinn. Það gekk ekki eins vel og hefur verið undanfarið. Við mættum á bílaleiguna og þar var okkur tjáð að við gætum ekki leigt bílinn sem við vorum búin að leiga því að við ætluðum út út Colorado ríki. Bílaleigan leyfði ekki þvílíkt og sem betur fer lentum við á starfsmanni með sterka þjónustulund og reddaði hann okkur bíl á annarri leigu. Við þurftum því að taka rútuna aftur upp á flugvöll til að taka aðra rútu á nýju bílaleiguna. Eftir heilmikla töf erum við komin á hótelið á ágætis Toyota Rav4. Nú er bara að reyna sofna en við höfum eiginlega ekkert sofið í rúma 20 tíma 😉
Sjósund gömlunnar
Ég hef verið ötull talsmaður sjósunds síðustu misserin. Ég gekk til liðs við frábæran hóp sem kallast Glaðari þú og með þeim hef ég fetað veginn fram á við við að sættast við sjóinn og gera hann að hjálparmanni mínum í báráttu við verki og margt fleira. Það má segja að ég hafi eflst andlega og líkamlega á þessum vetri með hjálp þessara glöðu kvenna og farið vel út fyrir þægindarammann. Þessi hópur er einstakur í alla staði með tilsögn tveggja yndislegra kvenna Möggu og Tinnu sem ég kalla vini mína í dag. Ég hef kynnst frábærum konum úr þessum hópi sem ég vil líka kalla vini mína ❤️ Hér á eftir koma nokkrar vel valdar myndir úr þessum
Afmæli
Maður er svo heppinn að fá að lifa en einn yndislega afmælisdaginn. Sólin skein og fólkið mitt fagnaði með mér 😘 Dagurinn endaði svo í yndislegum kvöldverði með mínum ektamanni 😉