Spurning dagsins og smá uppfærsla

Dagarnir okkar hér í Borg Englana hafa verið frekar ásettir og við séð frekar mikið. Í kvöld fórum við í bíó í hinu fræga Grauman´s Chinese Theater þar sem helstu myndirnar eru  frumsýndar hér í borg. Við komum því seint og ferðalúin heim, þannig að við lofum betri færslu á morgun með fullt af myndum. Enn spurning dagsins er þó á sínum stað. Hún er svona: Hvar gæti maður rekist á svona spjöld?

 

Svarið er hér:

Spurning dagsins

Hér kemur önnur spurning dagsins. Öll fylki Bandaríkjanna hafa svo kallað „nickname“ Florida er með Sunshine State, New York er með Empire State. Bíllinn okkar er skráður í Arizona, hvert er „nicknameið“ fyrir það fylki?

Og svarið er:

In the middle of nowhere

Eftir góðan og langþráðan svefn á Days Inn þá tókum við BART (Bay Area Rapid Transport) lestina inn á Embarcadero og svo sporvagn á Fisherman´s Wharf. Við fórum í 3ja tíma Segway ferð sem var frábær að vanda, alltaf gaman á Segway. Síðan í 3ja tíma rútuferð um borgina og eftir að hafa gengið um hafnarsvæðið og fengið okkur að borða, héldum við heim með BART lestinni út á flugvöll þar sem hótelskutlan sótti okkur. Veðrið í San Francisco var æðislegt, sól og heiðskýrt þannig að útsýnið sem við fengum var ægifagurt, engin þoka 😉

Eftir góðan nætursvefn og smá tölvudútl, fórum við svo út á flugvöll og leigðum okkur bíl, sem er Chevrolet Malibu alveg ágætis kerra. Við ókum sem leið lá niður eftir ströndinni og stoppuðum ekki fyrr en í Monterey. Ókum þar eftir hinni frægu Cannery Row og síðan eftir hinni frægu 17 mile sem liggur meðfram ströndinni og meðfram Pebble Beach golfvellinum. Við stoppuðum svo aðeins í Carmel en Clint var ekki við eða við fundum hann alla vega ekki. Við héldum svo áfram meðfram ströndinni og enduðum á flottu hóteli sem heitir Ragged Point Inn, gamaldags sveitahótel með arni í hverju herbergi. Í dag ætlum við að keyra áfram niður eftir ströndinni til LA.