Beðið í Keflavík – waiting for the flight at Keflavik Airport

Nú situm við hér í lounsinu í Keflavík og bíðum eftir fluginu. Hægindastólarnir voru því miður ekki lausir enn við komum okkur samt vel fyrir í leðursófasettinu. Við erum búin að fá okkur flatkökur, fylltar vatndeigsbollur og eitthvað gott að drekka með. Nú er bara að gera eitthvað skemmtilegt í klukkutíma eða svo og svo hefst gleðin. Meðfylgjandi eru tvær myndir sem við settum inn svona til gamans.

This is the first blog in this trip and we are now in the Saga lounce just  killing time as usual. Groa is on the computer checking her Facebook status and we are also playing some kind of a dice scrable we just bought. We are also taking full advantage of the food offered in the lounce since we will not get anything on the plain for free.

 

Á morgun

Nú fer að líða að ferðinni okkar þetta haustið. Ég er svolítið að æfa mig í setja inn færslur og svona, ég ætla að leyfa ykkur að sjá myndina af okkur hjónunum sem tekin var í Danmörku í sumar. Þar keyrðum við á þessum fína sportara sem við fengum á bílaleigunni í staðinn fyrir einhvern annan sem var sko ekki eins flottur og þessi. Aldrei að vita hvernig farartækið er svo í Ameríkunni en það á allt eftir að koma í ljós. Þar til seinna….

Nýjar ferðafréttir

Nú er komið að því að við hjónin ætlum að bregða okkur út fyrir landsteinana. Næsta sunnudag ætlum við að fljúga til Boston keyra um næstu fylki, heimsækja vini og enda svo í sólskinsfylkinu Flórida þar sem við getum vonandi sleikt sólina, slappað af og stundað viðskipti. Hér á síðunni má svo fylgjast með okkur á þessu ferðalagi.