Við vöknuðum tiltölulega snemma enda enn pínu á íslenskum tíma. Eftir að hafa tékkað á ýmsu á internetinu, reynt að hringja til Noregs og skypað heim héldum við á stað í viðskiptaferð. Við þurftum að sinna smá viðskiptum áður en lengra er haldið í ferðinni og fórum í Walmart, Florida Mall og Target svo eitthvað sé nefnt. Það stóð til að fara í heimsókn til Beggu vinkonu okkar sem er hérna núna og við brunuðum til hennar þegar viðskiptunum var lokið. Hún er í Ventura stórt og fallegt hverfi og gekk okkur ágætlega að komast á leiðarenda. Þar áttum við yndislega stund með henni og mömmu hennar, mikið skrafað, hlegið, etið og drukkið 😉 Við kvöddum þær mæðgur þegar líða fór á kvöld eftir mjög skemmtilega heimsókn og ætlum við að hitta þær þegar við komum úr keyrsluferðinni okkar. Þegar heim var komið gengum við frá eftir viðskipti dagsins, fengum okkur að borða (alltaf verið að borða og hentum okkur í svefn eftir eftirminnanlegan dag. Neðar í færslunni eru svo myndir af þessum fjallmyndarlega og unga fólki sem að hló og skemmti sér saman 🙂
í dag er svo stefnan tekin á Panama City þar sem við ætlum að kíkja á Guðrúnu Huldu frænku mína og fjölskyldu. Nánar síðar 😉