Jackson til Memphis til Perryville ;)

Jæja fleiri sögur af fylkjaflökkurunum 🙂 Við yfirgáfum Quality Inn í Jackson um kl. 9 fengum okkur í svanginn og lögðum í hann. Við keyrðum eftir I-55 upp til Memphis og vorum mætt fyrir utan Graceland um hádegi. Við kíktum aðeins á umhverfið en fórum ekki inn í húsið sjálft heldur virtum það fyrir okkur aðeins úr fjarlægð. Eftir það keyrðum við að Bass Pro Shop pýramítanum, fórum inn og með lyftu upp á topp. Þar virtum við fyrir okkur útsýnið og tókum nokkrar myndir áður en við fórum niður aftur. Við sinntum líka smá viðskiptum eins og við erum vön 😉 Við keyrðum síðan um miðbæinn og kíktum á hann sáum m.a. Peabody hótelið sem er frægt fyrir endurnar sínar og Lorraine mótelið þar sem Martin Lúter King var myrtur forðum. Að þessu loknu var garmurinn stilltur á St. Louis og keyrt af stað. Eftir klukkutíma akstur eða svo var ökumaðurinn tekinn í landhelgi, blá blikkljós og alles. Það hlaut að koma að þessu kannski en hann slapp með aðvörun enda ekki á miklum hraða miðað við umferðina sem við höfðum fylgt. En svona er þetta og við reynslunni ríkari og höfum hitt state trooper frá Arkansas 🙂 Eftir var keyrt aðeins hægar og alla leið til Perryville þar sem við fengum inni í Comfort Inn. Við erum búin að kíkja í Walmart og borða á lélegasta kínastað norðan alpafjalla 😉

Frá því að við yfirgáfum Flórída höfum við farið í gegnum Alabama, Louisiana, Mississippi, Tennessee, Arkansas og Missouri. Við eigum svo eftir að fara í gegnum Kentucky, Tennessee og Georgia á leiðinni aftur til Florida 😉

   

  

  

  

  

  

 

  

  

  

  

  

 

 

New Orleans

Eftir að hafa gengið frá okkkur og pakkað í bílinn skiluðum við af okkur lyklum og héldum niður í Franska hverfið í New Orleans á vit ævintýranna. Við fundum bílastæðið við Peter Street og keyptum okkur 5 tíma og gengum síðan áfram að Decatur Street þar sem City Segway er til húsa. Við komumst fljótlega að því að við vorum þau einu sem ætluðu í þennan 3 tíma túr og var þetta því einka túr okkar um New Orleans. Við gátum því valið hvað við gerðum en við settum það í hendurnar á Jason gætinum okkar 😉 Eftir að hafa skrifað undir að við færum af fúsum og frjálsum vilja og myndum ekki súa þau ef eitthvað kæmi upp á og eftir að hafa horft á skyldumyndband héldum við af stað. Þetta var örugglega í sjöunda sinn sem sáum þetta myndband því við teljum að þetta sé tíunda segway ferðin. Þessi túr var í alla staði mjög skemmtilegur, við krúsuðum um New Orleans og gengum þess á milli, fórum og skoðuðum merkilega staði eins og garð sem gerður var til minningar um Louis Armstrong svo eitthvað sé nefnt. Þegar við höfðum lokið ferðinni gengum við að Bourbon Street nokkrar húsalengdir og svo niður að Mississippi áður en við fórum að bílastæðinu og keyrðum af stað til Memphis. Áður fórum við á Bubba Gumb og fengum okkur í svanginn. New Orleans stóð vel undir væntingum og er staður sem er vel virði að skoða 🙂 

En ævintýrið hélt áfram, við keyrðum eftir I-10 til Baton Rouge og svo áfram að Mississippi. Rigningin hafði ekki haft áhrif á okkur þennan daginn en fór fljótlega að gera það. Það byrjaði fljótlega að rigna og við fengum aðvaranir um flóð stöðugt á símann. Við urðum ekki mikið vör við flóð en allt var mjög blautt og við sáum að engin voru full af vatni. Göturnar voru mjög blautar og sum staðar safnaðist í polla. Fljótlega sáum við að ferðin gengi frekar hægt eftir sveitavegunum sökum skyggnis og bleytu svo við tókum þá ákvörðun að fara inn á Interstate við Jackson. Það tók um klukkutíma að komast þangað og við enduðum á hóteli við Jackson þar sem við eyddum nóttinni á Quality Inn. Á morgun er svo ferðinni heitið til Memphis þar sem við ætlum að skoða eitthvað skemmtilegt.

Orlando til Panama City til New Orleans

Hér kemur færsla tveggja daga fyrir þá sem bíða frétta 😉 Við lögðum af stað frá Rauða Ljóninu í Kissimmee upp úr kl. 10 í gær og keyrðum eftir Florida Turnpike líka kallað Ronald Reagan Turnpike þar til við beygðum inn á I-75 rétt fyrir neðan Ocala. Við keyrðum sem leið lá fram hjá m.a. Ocala, Gainesville upp á I-10 en við höfum líka keyrt eftir I-10 í dag. Við stoppuðum á nokkrum stöðum á leiðinni til að fá okkur í svanginn, kaupa okkur vatn og nasl, fylla á tankinn og nota aðstöður víðs vegar 🙂 Etir að hafa keyrt gegnum Tallahassee tókum við svo sveitaveg í átt að Panama City. Við höfðum nú stundum á tilfinningunni að vera in the midle of nowhere svo fáir voru oft á ferli. Við komum svo til Guðrúnar Huldu og fjölskyldu um kl. 16 og var okkur fagnað vel við komuna. Við töluðum helling og kíktum á húsið þeirra og heilsuðum upp á Sophie hund sem var orðin svo góð vinkona okkar strax frá byrjun. Við fórum svo út að fá okkur í svanginn og þegar heim var komið var haldið áfram að kjafta meira. Það voru þreyttir ferðalangar sem lögðust til svefns um miðnætti 🙂

Við vöknuðum snemma fengum okkur hressingu, kjöftuðum smá meira við heimilismenn en héldum svo sem leið lá meðfram ströndinni nánast upp til Pensacola. Síðan fórum við eftir þessum fræga I-10 sem við höfðum farið eftir daginn áður. Þegar við komum svo inn í Alabama byrjaði að rigna og þvílík rigning við höfum aldrei upplifað annað eins. Við urðum að stoppa og drifum okkur inn í Best Buy í Spanish Fort rétt við Mobile til að sitja af okkur mesta veðrið. Eftir að hafa staldrað við héldum við svo áfram í gegnum Mobile þar sem við sáum u.s.s Alabama sem er herskip sem ligggur við höfnina. Keyrðum við svo áfram í gegnum Alabama með pissustoppi og til að fylla á tankinn 😉 Næst var það svo Mississippi til New Orleans en við komum þar um kl. 16. Fundum við hótelið okkar fljótlega, La Quinta Inn við Causeway og hentum inn farangri og skypuðum aðeins heim. Næst var keyrt til Bourbon Street og aðeins tékkað á mannlífinu þar en við enduðum á því að keyra yfir 24 mílna brú sem liggur frá New Orleans til Mandeville yfir Pontchartrain vatn. Þegar við keyrðum til baka var sólin að setjast, hætt að rigna og veðrið bara nokkuð fallegt. Nú er svo bara að hvíla sig og safna kröftum fyrir daginn á morgun þegar við förum í 3 tíma Segway ferð um downtown New Orleans 🙂

Myndir dagsins eru frá Orlando, mynd af mér og mæðgunum í Ventura frá Panama City New Orleans og fleiru <3