Við áttum bara um 40 mínútna akstur frá Clarksville til Nashville og við nutum þess að keyra leiðina í sól og hita 😉 Dagurinn lofaði góðu sólarlega séð og hefur verið heitasti dagurinn til þessa í ferðinni. Við settum stefnuna á Grand Ole Opry og vorum komin þangað um kl. 11. Við keyptum okkur inn á skoðunarferð baksviðs sem tók klukkutíma og var vel þess virði. Við fengum að sjá hvar stjörnurnar koma inn, búningsklefana, baksviðs og svo studíó þar sem m.a. annars þátturinn Nashville er tekin. Við enduðum svo á sjálfu sviðinu í hringnum þar sem söngvararnir standa og syngja þegar þeir eru með sýningarnar sínar. Við hittum nú engan frægan í eigin persónu en það var mjög gaman að sjá myndirnar og heyra sögurnar af sögu Grand Ole Opry 🙂 Eftir að hafa skoðað svæðið vel héldum við á bílastæðið og sáum að þrír hvítir bílar með Flórídanúmer voru lagðir hlið við hlið og einn var okkar….. fyndið. Við héldum áfram ferðinni niður í miðbæ til að kíkja á hina einu sönnu Music City. Við lögðum við Bridgestone Arena en það er stærsta tónleikahöll á svæðinu. Við gengum svo niður í bæ og niður að ánni þar sem við tókum hop on hop off bus og fórum í hring um borgina og sáum það markverðasta. Eftir að hafa farið hringinn fórum við og fengum okkur í svanginn en héldum svo af stað í átt að Atlanta. Við lentum þó í hrikalegri umferða teppu á leið okkar út úr Nashville því við vorum á versta tíma á ferðinni. En allt hafðist þetta nú og erum við hér komin til Kimball þar sem við gistum á Comfort Inn eða ÞægindInn eins og við höfum þýtt það 😉
Greinasafn fyrir flokkinn: Florida og fleira mars 2016
Frá Perryville til St. Louis til Clarksville
Eftir morgunmat og frágang á farangri héldum við af stað til St. Louis. Við keyrðum sem leið lá alla leið til St. Louis og inn að Gateway Arch. Við fundum bílahús fljótlega og gengum niður að Mississippi að boganum fræga en sáum fljótlega að það var verið að grafa upp og lagfæra umhvefið. Við höfðum ætlað að fara upp í bogann og virða fyrir okkur útsýnið þaðan en nei allt var lokað vegna viðgerða….. leiðinlegt fyrir okkur. Í stað þess að fara upp skoðuðum við umhverfið og tókum myndir en gengum síðan upp að gamla dómshúsinu. Við fórum inn og skoðuðum húsið sem er mjög fallegt og einnig horfðum við á heimildarmynd um gerð bogans sem var reistur á árunum 1963-65. Þetta hefur verið ótrúlegt afrek og menn unnu þarna í ótrúlegri hæð án alls öryggisbúnaðar. Það kom fram að engin hafi látið lífið við bygginguna og nánast allt gengið að óskum. Ótrúlegt að sjá hvernig armarnir byggðust upp jafnt sinn hvorum megin og voru svo sameinaðir í miðjunni…… sannkallað listaverk og byggingarundur 😉 Við gengum um nágrennið og ákváðum svo að fara hringferð með trolley rútu sem að tók um klukkutíma. Við sáum hvernig borgin er og við undruðumst hversu lítil umferð er á svæðinu. Við keyrðum svo frá St. Louis nokkuð sátt en frekar óánægð með að komast ekki upp í bogann en það býður bara betri tíma 🙂 Nú tók við akstur í átt að Nashville þar sem við ætlum okkur að vera á morgun. Við keyrðum yfir til Illinois áfram í gegnum Illinois til Kentucky en fengum okkur ekki Kentucky hahaha og erum nú í Clarksville Tennessee þar sem við eyðum nóttinni á Quality Inn 😉