Við lögðumst að bryggju rétt undir hádegi og fórum strax í skoðunarferð um Kartagena sem er ein elsta borgin í Kólumbíu og um leið stærsta hafnarborgin með 1.2 miljónir íbúa. Við byrjuðum á að skoða kastalann sem m.a. var notaður í myndinni Romancing the stone en þaðan var svo ekið niður í gamla miðbæinn þar sem við gengum um og fræddumst um sögu og menningu Kólumbíu. Þaðan var svo ekið yfir í nýja hlutann og endað í verslunarmiðstöð í minni kantinum þar sem aðallega voru í boði skartgripir með smarögðum (emeralds) ásamt öðrum hefðbundnum túristavarningi. Eftir fjóra klukkutíma í rúmlega 30 stiga hita var snúið aftur til skips. Okkur fannst áberandi hvað sölumenn voru ágengir og þess má geta að kellurnar tvær heimtuðu af okkur tvo dollara fyrir myndina. Á morgun eigum við svo rólegan dag á sjó.
Greinasafn fyrir flokkinn: Flórída 2010
Dagur 4 – Aruba
Þegar við vöknuðum í morgun hafði skipið þegar lagst að bryggju í Aruba. Þar sem við áttum ekki að mæta í skoðunarferðina fyrr en 10.45 ætluðum við að ganga um miðbæinn þó svo að allt væri lokað vegna þjóðhátíðardagsins. En þegar við vorum að leggja af stað gerði helli dembu svo að við vorum áfram í skipinu og virtum fyrir okkur útsýnið þar til við áttum að vera mætt. Ferðin var mjög fróðleg og skemmtileg þó að okkur fyndist við vera í ellismellaferð. Landslagið í Aruba er frekar gróft og mikið um kaktusa og aloa plöntur. Eftir ferðina héngum við svo á internetinu á fimmta dekki, því að við gátum keypt aðgang í Aruba fyrir mun minni upphæð og með mun meiri hraða en á skipinu. Við gátum því tékkað á pósti, hringt heim og skypað svolítið á ættingja og vini alveg þangað til skipað lagði frá landi. Nú tekur við sigling til Cartagena en við leggjumst að bryggju kl. 11:30 að staðartíma, þess má geta að við græðum klukkutíma svefn í nótt 😉
Dagur 3 á Jewel of the Seas
Dagurinn í dag er búin að vera bara góður, ræktin, minigolf, borða, liggja einhvers staðar í skugga og hlusta á James Patterson og borða meira. Það má segja að þetta sé hálfgert letilíf hér á Jewel en svona á það að vera þegar maður er í fríi 😉 Í dag er St. Patricksdagurinn og því var ég í viðeigandi bol írum til heiðurs og vakti athygli, það hafa örugglega allir haldið að ég væri frá Írlandi. Í kvöld var ítalskt kvöld í matsalnum og maturinn því í þeim anda, hann er að vanda alltaf mjög góður og maður borðar á sig gat. Þetta kvöld safnast allt þjónustufólkið saman og syngur fyrir okkur „O sole mio“. Við tókum eftir því að við þekktum fleiri andlit en þjónana okkar, því að þarna var Ted nokkur Valentine sem þjónaði okkur á Freedom um árið. Hann var núna í þessari siglingu og er að bíða eftir því að fara aftur á Freedom svo hann gæti hitt börnin sín aðra hverja viku, því að ´Freedom siglir til Jamaica en hann er þaðan. Það er alveg ótrúlegt hvernig tilviljanir eru, við borðið okkar eru átta manns auk okkar og hafa þrjú þeirra komið til Íslands þar af einn tvisvar sinnum. Við borðið okkar er 83 ára fyrrum atvinnuboxari sem virðist ekki vera eldri en svona 60, við göptum þegar hann sagði okkur hvað hann væri gamall. Jæja nú er bara um að gera að fara að setja inn þessa færslu og myndir, internetið hér um borð er nú ekki til að hrópa húrra fyrir og kostar „arm and a leg“ en okkur finnst þess virði að leyfa ykkur að fylgjast með okkur og halda smá dagbók í leiðinni 🙂