Nassau

Dvölin hér á skipinu Sovereign of the Seas er búin að vera alveg frábær eins og við mátti búast. Við komum í skipið um kl. 14:30 í gær og eftir að hafa bókað okkur inn, keyptum við okkur inn í sódaklúbbinn á skipinu og fórum svo og fundum herbergið okkar sem er númer 7548. Það var aðeins minna en við áttum von á frá fyrri siglingu en það kemur sko ekki að sök því við erum hér eingöngu til að sofa, fara í sturtu og skipta um föt. Um 16:15 var svo skyldu björgunaræfing, þar sem allir áttu að vera í vestum og mæta á fyrirfram ákveðinn stað og gefa sig fram. Við mættum á svæði 12 og þetta tók u.þ.b. 20 mínútur. Síðan var siglt úr höfn á vit ævintýranna. Kvöldmaturinn var klukkan 6 og við erum á 10 manna borði, með hjónum og þremur mæðgum. Eftir að hafa borðað í gærkvöldi sinntum við smá viðskiptum og fórum svo í koju, þreytt og ánægð. Í morgun var vaknað og hinn frægi Windjammer heimsóttur en það er aðal orkulind skipsins. Við slöppuðum síðan af þar til við komum í höfn í Nassau á hádegi. Við löbbuðum síðan um miðbæinn í 33 hita og miklum raka. Við fórum svo í skipið til að skipta um skó og fá okkur eitthvað að drekka, til að bæta upp vökvatapið. Við áttum síðan stefnumót um 17:30 en þá vorum við sótt af fararstjóra til að fara á Segway. Sú ferð var alveg peningana virði og við erum að spá í hvort við eigum að hætta við að fara í siglingar og kaupa okkur eins og eitt Segway. Slíkur fararskjóti kostar u.þ.b. 6000 dollara, ekki alveg gefið enn alveg frábær ferðamáti. Við eyddum næstum því tveimur tímum í að ferðast um í kringum Charlotte virkið og í Botanical garðinum sem er eingöngu opin fyrir sérstaka hópa og Segway ferðalanga. Við komum heim sveitt og sæl, fórum í sturtu og á Windjammer, því við höfðum misst af formlega kvöldverðinum, æææ 🙁 Nú erum við að leggja síðustu hönd á færsluna, svo að hægt sé að lesa um hvað við erum að upplifa ótrúlega skemmtilega hluti 😉

Björgunaræfing.jpgTobbi.jpg

Segway.jpgTobbi.jpg

Groa og skipið.jpgHandklæðafígúra.jpg

Föstudagur – siglingardagur

Jæja nú er bara komið að siglingunni frægu 🙂 Við erum að ganga frá síðustu endunum áður en við leggjum í hann út að Port Canaveral. Skrifa síðustu færsluna í góðu tölvusambandi, pakka og svona það sem þarf að gera en við verðum nú aftur hér á mánudaginn. Gærkvöldið var æðislegt, sirkusinn stóð alveg fyrir sínu, ofboðslegur munur að sjá þetta svona life. Þetta eru aldeilis færir listamenn upp til hópa og maður sá að það mætti ekki skeika sekúndu að allt færi í steik, sérstaklega hjá loftfimleikafólkinu. Þarna voru trúðar, loftfimleikar, hjólagaurar og aðrir í stórum hringjum sem þeir snérust um sviðið (þeir voru inn í hringjunum), svo voru litlar stelpur með stór kefli sem þær sneru á bandi með prikum á sinn hvorum endanum. Hópur var með listir á trampólínum ótrúlega skemmtilegt allt saman og svo var líka life tónlist. Áður en við fórum á sýninguna gengum við um Downtown Disney m.a. í ausandi rigningu svo að við fjárfestum í regnhlíf, við klikkum alltaf á því að taka með okkur regnhlíf að heiman. Við getum farið að stunda regnhlífaleigu heima, við eigum orðið svo margar 😉 Jæja nú líður tíminn hratt á gervihnattaöld og mál að fara hætta hér, við setjum inn nokkrar myndir sem við höfum tekið m.a. í gærkvöldi.

Gróa bloggar.jpgBangsabúðin.jpg

Tobbi.jpgRigning.jpg

Sirkusinn.jpgDowntown Disney.jpg

Smá færsla

Skrifa aðeins til að minna á okkur. Við erum að fara í þessum töluðu orðum í Downtown Disney til að fara á sýningu hjá Circus Soleil. Það eru þeir sem að gleðja okkur í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Segjum nánar frá því síðar. Veðrið er búið að leika við okkur þó svo að ég horfi hér út um gluggann á grá þrumuský og heyri í þrumunum, sem þýðir að það er koma rigning. Enn þar til næst… 😉