Dekurdagur og viðskiptaferð

Dagurinn í dag hefur einkennst af dekri og viðskiptum. Við vöknuðum snemma og þá var tékkað á fréttum hér og við komumst að þeirri hræðilegu staðreynd að Trump hafði verið kjörin forseti, púff……. gott að ég er gestur en ekki íbúi en það er önnur saga. Eftir að sumir hlupu hringi hér í hverfinu fórum við niður í klúbbhús til að fara í sund, slappa af og njóta veðursins. Sólin skein og góður hiti fyrir þessa hvítu skrokka sem nutu þess að sleikja sólina. Flothettan var óspart notuð, sem og sólbekkirnir 😉 Eftir að hafa notið okkar fórum við og sinntum smá viðskiptum því að það var ýmislegt sem við þurftum að versla fyrir siglinguna. Á morgun er svo brottfarardagur héðan og kveðjum við 4726 Ormond Beach Way með söknuði en eigum eflaust eftir að dvelja hérna aftur. Við ætlum næst að keyra niður til Fort Lauderdale því að skipið siglir með okkur á vit ævintýranna á föstudaginn, þar til þá af wiedersehen 🙂

Það er Disney dagur í dag

Dagurinn í gær var æðislegur þó hann hafi verið pínu strembinn fyrir alla. Við mættum snemma í Disney eftir að hafa keypt aðgangskort í Walmart. Eftir að hafa fundið stæði, fórum við með Monorail inn að Magic Kingdom garðinum. Þar eyddum við svo deginum við að skoða og gera skemmtilega hluti eins og rússibana bæði vatns og venjulegan og ýmis önnur tæki 😉 Einnig fylgdumst við með skrúðgöngu eftir öllum garðinum, sem var augnakonfekt bæði fyrir unga sem aldna. Allir skemmtu sér vel og voru þreyttir þegar heim var komið. Heiti potturinn var vel nýttur til að endurnæra sál og líkama. Hér koma nokkrar myndir er ekki sagt að myndir segi meira en mörg orð 😉

Fyrsta færslan í ferðinni

Nú erum við sko mætt á svæðið í Kissimmee á 4726 Ormond Beach Way í Terra Verde hverfinu, í yndislegt hús eiginlega við hliðina klúbhúsinu. Hér er allt til alls og ekki skortir sólskinið 😉 Við höfum aðeins sinnt smá viðskiptum annars bara haft það gott og notið lífsins. Flugið hérna út var yndislegt en við höfðum góða, hjálp því hún Begga mín flaug út með okkur. Hún hugsaði einstaklega vel um okkur og liðu þessir rúmar 7 tímar bara mjög fljótt. Það er andstætt við landamærisvörsluna það tók liggur við jafn langan tíma þar og flugið ;( Allt tók þetta nú enda og við sóttum farangur og bíl og keyrðum á staðinn. Gróa Mjöll stóð sig eins og hetja, mætti halda að hún væri alltaf á ferð og flugi 🙂 Nú er bara að njóta lífsins og gera það við sem gerum best 😉 En myndir segja meira en hundrað orð svo endilega njótið