Síðasta færslan úr afmælisferðinni

Nú er bara komið að heimferðardegi, við hefðum nú alveg verið til í að vera nokkra daga hér í sveitinni því að húsið sem við erum í er í raun út í sveit. Æðislegur staður en pínu langt frá öllu sem við höfum verið að sækja en við höfum látið okkur hafa það. Í gær vorum við boðin til vina okkar hér í Flórída í þakkagjörðarmáltíð og við ókum sem leið lá til Safety Harbor sem liggur við Tampaflóann. Þegar komið var á staðinn var öll fjölskylda Chris og Allen mætt en við höfðum bara hitt þau og soninn Patrik áður. Gummi og Edda voru að hitta þau öll í fyrsta skipti og þau fögnuðu okkur eins og við hefðum þekkt þau alla ævi en svona er þetta nú bara hér í Ameríkunni 🙂 Þetta var sko kalkúnaveisla í lagi með öllu tilheyrandi og ekki skemmdi að Cameron tengdasonur Chris og Allen átti 30 ára afmæli. Við fengum að syngja afmælissöng fyrir hann á ensku og íslensku. Gróa Mjöll lék sér svo við dætur hans og Lindsey 2 og 4 ára sem og þrjá hunda og ekki skemmdi það nú fyrir. Þetta var bara skemmtilegt og alltaf gaman að hitta þau. Í dag er svo bara að pakka dótinu sínu og fara og eyða nokkrum klukkutímum áður en við förum út á flugvöll til að fara heim í kuldan og venjulegu tilveruna. Við eigum fullt af góðum minningum og gerðum fullt af skemmtilegum hlutum og nú er bara að plana næstu ferð 😉

Lokað.