Uppfærsla síðustu daga

Jæja þá er ég að reyna standa mig í blogginu en það hefur eitthvað farið lítið fyrir því síðustu daga. Það virðist eitthvað vera minni tími til að skrifa núna eftir að fríið er búið eða kannski er þetta bara aumingjaskapur í manni. En hvað sem því líður, þá er hafin ný önn í leikskólanum með deildarskiptum og nýjum börnum og foreldrum. Þetta er alltaf frekar annasamur tími en mjög skemmtilegur. Þannig hafa nú dagarnir liðið ekkert sprikl hvorki hjólað, synt né labbað…hvað er eiginlega í gangi en þetta fer nú vonandi allt að komast í samt horf. 🙂
Í gær fylgdum við hjónin henni Bergþóru, gömlum vinnufélaga okkar til grafar en hún dó 1. ágúst. Við hittum fleiri gamla vinnufélaga í jarðarförinni, Petrínu og Tótu og svo Jóhannes manninn hennar Petrínu . Merkilegt hvað það þarf alltaf einhverjar athafnir til að maður hittir fólk svona, maður er hættur að droppa inn í kaffi. Seinni partinn í gær fórum við mæðgur svo til hennar Jóhönnu í uppfærslu, þ.e. litun, plokkun og Edda lét laga konunglegu neglurnar. Ég ætla hins vegar aðeins að bíða með að fá mér svona fínar neglur aftur, ég sé mig ekki alveg vera svona fín um neglurnar í vinnunni með krílunum mínum. 😉
Í gærkvöldi fórum við svo nokkrar af Sólbrekku í garðaskoðun eða öllu heldur garðpartý hjá henni Dísu á Ægisíðunni með viðkomu hjá Ingu en hún býr við Kaplaskjólsveginn. Þetta var ótrúlega vel heppnað og skemmtilegt kvöld, garðarnir þeirra skörtuðu sínu fegursta í góðu veðri. Við gengum frá Sólbrekku til Ingu og stoppuðum þar í smá stund og þáðum veitingar. Það var aðeins byrjað að rigna en samt heitt þegar við héldum göngunni áfram eftir göngustígum, stoppuðum hjá Sonju og kíktum á rósina hennar og héldum sem leið lá á Ægisíðuna. Himinninn var ægifagur rauðbleikur en það var smá súld. Addi og Tómas tóku á móti okkur og Tómas var í KR regnslá með svarta og hvíta regnhlíf á höfðinu… Áfram KR 🙂 Við settumst fyrir fram arininn eftir að hafa skoðað garðinn og fengum okkur gellugos o.fl. og nörtuðum í snakk og ídýfur. Þegar farið var að kólna bauð Dísa okkur inn og við spjölluðum, drukkum og dönsuðum til hálf tvö. Þá sótti Þorvaldur okkur Eddu en Soffía, Solla og Setta gengu heim. Fyrr um kvöldið höfðu Anna Stefáns, Anna Jóna, Sigrún, Inga, Lovísa og Sonja yfirgefið okkur. Hér á eftir koma myndir sem teknar voru í þessari ótrúlega skemmtilegu garðaskoðun og vonandi eiga eftir að verða fleiri svona góðar stundir í vetur hjá Sólbrekkugellunum. Takk fyrir Dísa að bjóða okkur heim og Inga fyrir að leyfa okkur að kíkja á herlegheitin hjá sér 😉

Lagt af stað frá Sólbrekku Hjá Ingu

Staldrað við á leiðinni Gestgjafinn okkar

Tómas KR-ringur bestur

Sólsetur á Ægisíðunni Blóminn hennar Dísu

Lovísa og Sigrún Setta, Sonja og Inga

Inga og Setta Sonja og Solla

Soffía og Lovísa Alltaf gaman hjá þessum!

Fyrsti dagur í vinnu

Jæja þá er maður bara komin aftur í vinnuna, sumarfríið búið í bili. Það er nú bara gott að komast aftur í rútínuna eftir gott frí, hitta starfsfélaga og öll börnin. Sum voru nú enn í fríi en þetta fer nú bara allt að koma. Ætlaði að fara í sund eftir vinnu en einhvern veginn var bara ekki nenna eða áhugi fyrir því, kannski á morgun. Jæja ég held ég láti þetta bara duga í bili.

Í lok verslunarmannahelgar

Þessi mánudagur leið eins og hver annar, þ.e. frekar hratt. Við tókum daginn frekar rólega, ég sótti Eddu í Skipholtið um 10.30 og eftir það fengum við okkur léttan hádegis- morgunverð. Við horfðum á Simpsons, Þorvaldur fór í Kópavoginn í múrverkið, Kristján bakaði pönsur og ég horfði á það sem tekið var upp fyrir mig í gær. Eftir að Þorvaldur kom heim hjóluðum við 20 km hringinn í góðu veðri, ég er að verða eins og veðurfréttakonan með þessum daglegu pistlum. Kristján var að þvo bíla þegar heim var komið og ég aðstoðaði hann pínulítið. Svo elduðum við dýrindis nautasteik, sem við gerðum góð skil þ.e. ég, Þorvaldur og Kristján, því Gummi hafði sótt Eddu meðan við vorum að hjóla. Eftir að hafa gengið frá var bara glápt á sjónvarp og nú bíð ég eftir „Út og suður“ á stöð 1, því að það á að ræða við hana Önnu Richards sem kenndi mér fyrir norðan á fyrsta árinu. Anna er mjög skemmtilegur persónuleiki sem fékk mann til að sleppa fram af sér beislinu í dans og hreyfingu. Þetta verður vonandi hin besti þáttur. Svo er bara vinnudagur á morgun, sumarfríið búið í bili en það er bara tæpur mánuður í Ameríkuferðina okkar með siglingu og sól vonandi. 😉