Rocket Man varð á leið okkar eftir routinu og stoppuðum við og kíktum á herlegheitin. Þar er lítil búð þar sem ræður ríkjum glaðleg kona sem auðvitað vildi fræðast um okkur og hvaðan við værum. Eins og venjulega fannst henni til koma að við kæmum frá Íslandi og hefðum áhuga að fara þessa leið. Hún sagði okkur að við værum á réttri stefnu þ.e. í vesturátt.
Route 66 – Big Blue Whale, Tulsa Oklahoma
Eftir að hafa gist í Tulsa og hvílt lúin bein fórum við og kíktum á einn áfangastaðu routunnar Big Blue Whale. Þar er hægt að synda í vatninu sem hvalurinn liggur útí en ég hafði lítinn áhuga á þessu óhreina vatni þó það sé örugglega eins kalt og sjórinn 😱 Það var svolítill vindur á meðan við stölðruðum þarna við en áfram hélt ferðin.
Route 66 – Totem Pole Park Oklahoma
Næsti staður á eftir Galena var Totem Pole Park en þar er heimsins stærsta Totem súla. Sólin var farin að setjast svo að það var svolítið dulúð yfir staðnum, ekki mikið af fólki og eina sem við heyrðum voru kýrnar að baula á næsta bóndabæ á móti. Þetta er einn af þessum fallegu stöðum út í víðáttunni sem gaman að er skoða.