Nú erum við vöknuð eftir góðan nætursvefn og erum að gera okkur klára til að keyra til Key West. Við höfum verið í frekar lélegu internet sambandi svo að það hafa ekki verið settar neinar myndir á síðuna en það lagast vonandi í kvöld. En þar til þá see you…. 😉
Komin til Orlando
Jæja nú erum við komin til Orlando eftir tæplega 8 tíma flug eða það var í gærkvöldi. Klukkan er nú 7 um morgun að staðartíma og við vöknuð að vanda enda er klukkan nú 12 heima, það var s.s. sofið frameftir 😉 Okkur gekk nú bara vel að fara gegnum tollinn enda sótt af flugvallarstarfsmanni sem kom með hjólastól fyrir mömmu, því að hennar stóll fór með farangrinum. Eftir að hafa fengið farangurinn fórum við og sóttum bílinn sem er 7 manna glænýr Dodge, við völdum rauðan því að maður týnir honum síður á bílastæðunum við búðarkjarnana. Auðvitað sinnum við einhverjum viðskiptum hér í Ameríkunni, þurfum að kaupa sitt af hverju fyrir siglinguna miklu. Nú stendur til að fara einmitt að sinna viðskiptum, þegar við erum klædd og komin á ról og svo er dagurinn óráðin eftir það. Við verðum í sambandi seinna 🙂
Tæpur sólarhringur í brottför
Jú hú það er tæpur sólarhringur í brottför og spennan í hámarki eða þannig. Ég er alveg að verða búin að pakka, klára bara á morgun þegar ég er búin í vinnunni 😉 Ég fékk ágætis fréttir hjá henni Báru í World Class, tölurnar fara aðeins minnkandi en verð að vera dugleg úti og koma svo með baráttuna þegar ég kem heim. Næsta færsla verður frá svo frá Orlando í henni Ammeríkuuuu…. Þangað til næst, verið hress og bless 🙂