Dagurinn í dag er búin að vera bara góður, ræktin, minigolf, borða, liggja einhvers staðar í skugga og hlusta á James Patterson og borða meira. Það má segja að þetta sé hálfgert letilíf hér á Jewel en svona á það að vera þegar maður er í fríi 😉 Í dag er St. Patricksdagurinn og því var ég í viðeigandi bol írum til heiðurs og vakti athygli, það hafa örugglega allir haldið að ég væri frá Írlandi. Í kvöld var ítalskt kvöld í matsalnum og maturinn því í þeim anda, hann er að vanda alltaf mjög góður og maður borðar á sig gat. Þetta kvöld safnast allt þjónustufólkið saman og syngur fyrir okkur „O sole mio“. Við tókum eftir því að við þekktum fleiri andlit en þjónana okkar, því að þarna var Ted nokkur Valentine sem þjónaði okkur á Freedom um árið. Hann var núna í þessari siglingu og er að bíða eftir því að fara aftur á Freedom svo hann gæti hitt börnin sín aðra hverja viku, því að ´Freedom siglir til Jamaica en hann er þaðan. Það er alveg ótrúlegt hvernig tilviljanir eru, við borðið okkar eru átta manns auk okkar og hafa þrjú þeirra komið til Íslands þar af einn tvisvar sinnum. Við borðið okkar er 83 ára fyrrum atvinnuboxari sem virðist ekki vera eldri en svona 60, við göptum þegar hann sagði okkur hvað hann væri gamall. Jæja nú er bara um að gera að fara að setja inn þessa færslu og myndir, internetið hér um borð er nú ekki til að hrópa húrra fyrir og kostar „arm and a leg“ en okkur finnst þess virði að leyfa ykkur að fylgjast með okkur og halda smá dagbók í leiðinni 🙂
Myndir
Hér koma nokkrar myndir frá síðustu dögum, við sitjum hér með lifandi tónlist og jafna okkur eftir fyrri formlega kvöldverðinn og einnig fyrsta skammtinn af sól sem hafði kunnugleg áhrif á hvíta íslendinga 😉
Jewel of the Seas
Við komumst heilu og höldnu í skipið með allt okkar hafurtask í gær. Eftir að hafa fengið okkur að borða á Windjammer og tekið þátt í skylduæfingunni fórum við í ræktina að hreyfa okkur aðeins. Í dag erum við búin að fara í ræktina og liggja svolítið í sólbaði, sólin skín og ekki ský á lofti og 27° hiti. Við erum að sigla framhjá Kúbu rétt áðan og stefnum hraðbyri til Aruba og verðum þar á fimmtudagsmorguninn Við hendum inn myndum á eftir 😉