Arches Natural Park, Utah.

Við eyddum rúmum þremur klukkutímum á þessum ótrúlega fallega stað með alls kyns kynjaverum og ótrúlega steinbrúm. Það er ótrúlegt hversu náttúran getur verið mikilfengleg í einfaldleika sínum. Mér fannst þó kjaftakellingar þrjár skemmtilegastar en það eru þrír drangar sem standa saman eins og þrjár kellur og eru kallaðar three gossips á ensku. Veðrið skemmti sko ekki fyrir og sólin gerði sitt með alls konar skuggum og sjáum við hvað hún hefur mikið að segja því það varð skýjaðra þegar líða fór á daginn.

Monument Valley og Mexican Hat, Utah.

Í annað skiptið keyrðum við að Monument Valley en í þetta fórum við inn í dalinn og keyrðum um og skoðuðu okkur um. Veðrið spillti ekki sól og smá rok. Það er eins og að vera í gamalli kúrekamynd að keyra um Monument Valley og sjá þessi fjöll sem eiga engan sinn líkan. Við kíktum líka á Mexican Hat í leiðinni á hótelið. Við keyrðum líka að Four Corners en þar var búið að loka þanngi að það bíður morgundagsins.