Nýr þáttur hér á síðunni, spurning dagsins hefur göngu sína. Það þarf ekki að vera að hún verði borin upp alla daga en hér kemur sú fyrsta. Hvað er þetta?
Hér kemur svo svarið:
Flugið frá Íslandi var afskaplega ljúft, við vorum með þrjú sæti og gátum dreift úr okkur. Tíminn leið ótrúlega hratt við að horfa á bíómyndir og þætti, valið var með besta móti þessa ferð. Útsýnið var líka ótrúlega fallegt og tókum við nokkrar myndir sem við setjum inn seinna. Nú erum við bara hér í flugstöðinni að bíða eftir flugi til San Francisco, svefnlaus og svolítið í þreyttara laginu eða þannig.
Jæja nú situm við hér á Saga Lounge-inu á Keflavíkurflugvelli einu sinni enn og höfum það gott með flatkökur, bollur og fleira góðgæti á diski og eitthvað gott að drekka. Við bíðum eftir að fara í loftið eftir rúman klukkutíma en ferðinni er heitið til Seattle og svo áfram til San Francisco. Við ætlum að tékka á því hvort vesturströnd Bandaríkjanna sé eins áhugaverð og spennandi eins og austurstöndin. Endilega haldið því áfram að fylgjast með ferðasögunni okkar.