Það var gaman að fara til Idaho Falls í Idaho. Fallegur bær og þeir eru með vatnsafls virkjun sem er bara gott í USA. Við gengum meðfram ánni aðeins og tókum nokkrar myndir.
Bonneville Speedway og saltslétturnar miklu.
Við kíktum aðeins á saltslétturnar miklu nærri Salt Lake City og fórum einnig á Bonneville Speedway en þar er verið að slá hraðamet á alls kyns farartækjum. Við prófuðum líka að spretta úr spori á Toyotunni á þessari endalausu saltauðn.
Spanish Fork, Utah.
Við komum við í Spanish Fork og fundum þar minnisvarða um íslendingana sem komu fyrstir til Utah fyrir allt löngu. Mjög fallegur minnisvarði sem stendur á horni á gatnamótum. Það var gaman að lesa þann fróðleik sem kemur þarna fra m.a. að 400 manns hafi komið frá Íslandi og tók 300 daga. Þeir ferðuðust með skipum, lestum og hestvögnum eða gangandi, ótrúlegar hetjur í leit að betra lífi ❤️