Hluti ferðarinnar var að fara miðhluta af Route 66 eða frá Springfield Missouri til Winslow Arizona. Fyrsti staður til að skoða var smábærin. Galena en þar eru bílarnir sem eru fyrirmynd í teiknimyndinni Cars. Í Galena eru einnig margar smábúðir og einnig myndverk á veggjunum. Við gengum um og skoðuðum búðirnar og lífið við götuna áður en við stoppuðum hjá bílunum fyrrnefndu. Við hittum mikið af skemmtilegu fólki meðal annars einn sem var að setja búðina sína í stand en hann hafði keypt nánast ónýtt húsnæði og var í óða önn að gera það í stand. Dóttir hans var mikill aðdáandi Íslands og við fréttum að hún hafði ekki talað um annað eftir að hann hafi sagt henni að hann hafi fengið gesti frá Ísland í heimsókn í hálfkláraða búðina. Einnig hittum við eldri mann sem hafði keypt sér bíl árgerð 1934, þessi fallegi fjólublái sem er hér á mynd fyrir neðan. Fólkið sem við hittum er yndislegt og finnst gaman að fræðast um hvaðan við séum og hvert við séum að fara, það er áhugasamt og yndislegt í alla staði.
Fantastic Caverns
Nærri Springfield í Missouri eru þessir fallegu hellar staðsettir. Við fórum með frábærri konu í 55 mínútna ferð í gegnum þá. Myndirnar tala sínu máli en þetta er aðeins smá brot af þeim myndum sem við tókum. Ég mæli eindregið með þessari ferð sem var alveg stórkostleg. Þess má geta að það var hundur sem upphaflega fann hellana en það er stytta honum til heiðurs og er hér á síðustu myndinni.
Frá Denver Colorado til Parsons Kansas
Þessi dagur var stóri keyrsludagur ferðarinnar en við vorum á ferðinni allan daginn fram á kvöld. Við komum við í Walmart til að nesta okkur upp og kíkja á alls konar. Það má segja að við höfum keyrt beinan og breiðan veg allan tímann og sáum nánast bara sléttur og svo alveg fullt af vindmyllum sem trufluðu okkur bara ekki neitt. Við komum seint og um síðir á hótel til að hvíla lúin bein og safna kröftum fyrir morgundaginn.