Route 66 – Rocket Man Pearl District Tulsa, Oklahoma.

Rocket Man varð á leið okkar eftir routinu og stoppuðum við og kíktum á herlegheitin. Þar er lítil búð þar sem ræður ríkjum glaðleg kona sem auðvitað vildi fræðast um okkur og hvaðan við værum. Eins og venjulega fannst henni til koma að við kæmum frá Íslandi og hefðum áhuga að fara þessa leið. Hún sagði okkur að við værum á réttri stefnu þ.e. í vesturátt.

Route 66 – Totem Pole Park Oklahoma

Næsti staður á eftir Galena var Totem Pole Park en þar er heimsins stærsta Totem súla. Sólin var farin að setjast svo að það var svolítið dulúð yfir staðnum, ekki mikið af fólki og eina sem við heyrðum voru kýrnar að baula á næsta bóndabæ á móti. Þetta er einn af þessum fallegu stöðum út í víðáttunni sem gaman að er skoða.

Route 66 – upphafið og Galena Kansas

Hluti ferðarinnar var að fara miðhluta af Route 66 eða frá Springfield Missouri til Winslow Arizona. Fyrsti staður til að skoða var smábærin. Galena en þar eru bílarnir sem eru fyrirmynd í teiknimyndinni Cars. Í Galena eru einnig margar smábúðir og einnig myndverk á veggjunum. Við gengum um og skoðuðum búðirnar og lífið við götuna áður en við stoppuðum hjá bílunum fyrrnefndu. Við hittum mikið af skemmtilegu fólki meðal annars einn sem var að setja búðina sína í stand en hann hafði keypt nánast ónýtt húsnæði og var í óða önn að gera það í stand. Dóttir hans var mikill aðdáandi Íslands og við fréttum að hún hafði ekki talað um annað eftir að hann hafi sagt henni að hann hafi fengið gesti frá Ísland í heimsókn í hálfkláraða búðina. Einnig hittum við eldri mann sem hafði keypt sér bíl árgerð 1934, þessi fallegi fjólublái sem er hér á mynd fyrir neðan. Fólkið sem við hittum er yndislegt og finnst gaman að fræðast um hvaðan við séum og hvert við séum að fara, það er áhugasamt og yndislegt í alla staði.