Route 66 – Painted Desert og Petrified Forest, Arizona.

Í dag fórum við smá hring út frá Route 66. Það var í gegnum Painted Desert og Petrified Forest. Ótrúlegt landslag með alls konar litum í náttúru og fjöllum. Steingerð tré sem voru í alls konar litum glöddu augun. Þetta var 28 mílna leið með alls kyns útidúrum og gönguleiðum. Veðrið hefði getað verið betra mikið rok og ekki mjög hlýtt en rigndi ekki sem betur fer. Mæli með þessari leið sem liggur miðja vegur milli Navajo og Holbrook í Arizona.

Route 66 – Heritage Village, Oklahoma.

Stutt frá Eldflaugamanninum keyrðum við frámhjá Heritage Village þar sem er ýmsilegt frá gamla tímanum. Alls staðar á leiðinni erum alls konar minni um Route 66 og gætum við eytt öllum tímanum sem við höfum til að skoða allt en við veljum svolítið úr. Svo rambar maður líka á ýmislegt en við höfum styðst við handbók um Route 66, EZ 66, sem er skrifuð af Jerry McClanahan en hann býr einmitt í Chandler Oklahoma sem er ein af bæunum sem eru við routið.