Arches Natural Park, Utah.

Við eyddum rúmum þremur klukkutímum á þessum ótrúlega fallega stað með alls kyns kynjaverum og ótrúlega steinbrúm. Það er ótrúlegt hversu náttúran getur verið mikilfengleg í einfaldleika sínum. Mér fannst þó kjaftakellingar þrjár skemmtilegastar en það eru þrír drangar sem standa saman eins og þrjár kellur og eru kallaðar three gossips á ensku. Veðrið skemmti sko ekki fyrir og sólin gerði sitt með alls konar skuggum og sjáum við hvað hún hefur mikið að segja því það varð skýjaðra þegar líða fór á daginn.

Route 66 – Winslow Arizona.

I´m standing on the corner in Winslow Arizona sungu Eagles í laginu Take it easy forðum. En við enduðum ferð okkar um Route 66 á þessu sama horni eða horninu á 2nd and Kinsley. Þar má líka sjá flat Bedford og ýmislegt annað skemmtilegt. Við áttum þarna stund í sól og blíðu með fleiri túristum í sama tilangi og við. Ferð okkar heldur samt áfram þó við förum út af þessa skemmtilegu leið sem kölluð er Mother Road. ÞAð kemur í ljós hvert ferðinni verður haldið því að það eru miklir kuldar norðanlega þangað sem við ætluðum svo að skipulagið getur breyst. En á morgun ætlum við að halda í Monument Valley og að Four Corners en þar mætast fjögur fylki. Því er um að gera að fylgjast spennt með hér á síðunni 😉