Það mun vera fallegt í Salt Lake City og er það borg sem stendur vel undir því. Fallegur fjallahringur enn með snjó efst í toppunum. Fallegur dagur þó, sólin skein á okkur þar sem við gengum um og skoðuðum umhverfið. Við ætlum að vera hér fram á sunnudag, aldrei að vita hvað við gerum á morgun. Við erum á undan áætlun svo það er gott að geta bara tekið því rólega, sinnt viðskiptum og skoðað eitthvað. Áætlunin er að fara norður á bóginn ef það verður farið að hitna, því það hefur verið snjókoma og leiðindi þar sem við ætluðum. En vonandi fer veðrið að batna eitthvað svo við getum haldið okkar áætlun. Nánar síðar ❤️
Greinasafn fyrir flokkinn: Páskaferðin til USA 2022
Hole in the rock, Utah.
Það var gaman að koma aftur að Hole in the Rock. Núna kíktum við á dýtagarðinn hjá þeim og var það gaman því að þeir eru með aðeins öðruvísi dýt en í venjulegum dýragarði. Það er ótrúlegt að sjá öll þessi listaverk sem eru á staðnum. Þessi staður er rekinn af dana og það var gaman að tala við konuna hans sem var mjög vingjarnleg og töluðum við heillengi saman um lífið og tilveruna.
Four Corners – Arizona, Colorado, New Mexico og Utah.
Tilraun tvö við Four Corners og nú var opið. Við komum of seint í gær, það var búið að loka. Þarna sannaðist orðatiltækið að vera á fleiri en einum stað í einu, því að hægt var að standa í fjórum ríkjum í samtímis. Það var gaman að vera þarna og sérstök stemning í loftinu. Sólin skein en talsvert rok og frekar kalt.