Yellowstone, Wyoming.

Við keyrðum í gegnum hluta af Yellowstone þjóðgarðinum sem er í Wyoming en liggur við Montana en Wast Yellowstone litli bærinn sem er næstur þjóðgarðinum er í raun í Montana. Það var heilmikið að sjá í Yellowstone falleg náttúra en þó nokkur snjór, veðrið kalt þó sólin skini að hluta en töluverður vindur. Við keyrðum fram á nokkra Bizona vísunda sem eru um allt þarna. Við urðum ekki vör við birni eða önnur dýr. Einn krummi heilsaði þó upp á mig og virtist forvitin um þessa kella sem stóð og tók af honum mynd. Í næstu færslu eru svo myndir af hverunum sem eru þó nokkrir á þessum slóðum.