Myndir

Hér koma nokkrar myndir frá síðustu dögum, við sitjum hér með lifandi tónlist og jafna okkur eftir fyrri formlega kvöldverðinn og einnig fyrsta skammtinn af sól sem hafði kunnugleg áhrif á hvíta íslendinga 😉

2010-03-16-1

2010-03-16-2

2010-03-16-3

2010-03-16-4

2010-03-16-5

2010-03-16-6

2010-03-16-7

Jewel of the Seas

Við komumst heilu og höldnu í skipið með allt okkar hafurtask í gær. Eftir að hafa fengið okkur að borða á Windjammer og tekið þátt í skylduæfingunni fórum við í ræktina að hreyfa okkur aðeins. Í dag erum við búin að fara í ræktina og liggja svolítið í sólbaði, sólin skín og ekki ský á lofti og 27° hiti. Við erum að sigla framhjá Kúbu rétt áðan og stefnum hraðbyri til Aruba og verðum þar á fimmtudagsmorguninn Við hendum inn myndum á eftir 😉

Segway í Fort Lauderdale

Eftir að hafa pakkað keyrðum við sem leið lá eftir Florida´s Turnpike og I-95 til Fort Lauderdale. Við stoppuðum til að fylla á tankana bæði á okkur og bílnum. Eftir að hafa tékkað okkur inn á hótelið fórum við svo í Hugh Taylor Birch State garðinn til að fara á Segway. Við fórum því tvö með gæt um garðinn og niður að strönd, sáum flottar byggingar og margt fleira skemmtilegt. Meðal annars byggingu sem er með glerbotni en engum öðrum gluggum. Gætinn okkar tók mynd af okkur fyrir framan þessa byggingu og sagði okkur að Hugh nokkur Heffner átti hana einu sinni. Það voru þreyttir og glaðir ferðalangar sem snéru heim eftir þessar 60 mínútur 😉

2010-03-14-1

2010-03-14-2

2010-03-14-3

2010-03-14-4

2010-03-14-5

2010-03-14-6

2010-03-14-7

2010-03-14-8