Nýtt útilit á síðunni

Er þetta ekki kúl útlit á síðunni, ákvað í samvinnu við minn ástkæra son að breyta útlitinu á henni. Við hjónin leituðum uppi á netinu eitthvað sem hentaði og fundum nokkrar, þessi verður til að byrja með og svo get ég bara breytt um útlit í fyllingu tímans. Ég setti mynd af mér að skrifa inn þessa færslu en ég er að læra á þetta nýja kerfi.

Ég að skrifa fæslu

Sumarfríið senn á enda

Þá er nú síðasti dagur í fríi orðinn að veruleika, bara helgin og svo er mætt til vinnu á þriðjudaginn. Það verður bara gott að komast í rútínuna, þó svo að þetta hafi bara verið mjög gott frí. Í gær hjóluðum við hjónin aðeins lengra en venjulega sökum þessa góða veðurs sem var, lítill sem engin mótvindur. Við erum alltaf að finna nýjar og nýjar hjólaleiðir þessi í gær reyndist vera 20 km. Þegar heim var komið teygðum við og sátum svo í smástund og nutum veðursins eins og sjá má á myndinni af Þorvaldi hér að neðan. 🙂

Þorvaldur

Eftir að hafa sleikt sólina smávegis, hófumst við handa við að taka til í íbúðinni, ég kláraði að taka skápana, júhú…. markmiðinu lokið. Við höfðum boðið ti veislu í tilefni af því að Siggi frændi minn, bróðir mömmu, átti afmæli. Hann, mamma og pabbi komu í grillað lambalæri með tilbehör og svo jarðaber (ekki alveg úr garðinum) og bláber o.fl. í eftirrétt. Við sátum og átum og ræddum um landsins gagn og nauðsynir fram eftir kveldi. Edda og Gummi fóru reyndar snemma til að undirbúa ferðalagið sem þau eru að fara í um helgina. Við hin ætlum bara að vera heima og hafa það náðugt. Dagurinn í dag er frekar þungbúin og kaldur, miðað við undanfarna daga. Við hvíldum okkur aðeins lengur en vanalega, fórum svo í útréttingar. Þorvaldur fór svo á Hraunbrautina að múra í glugga hjá þeim gömlu en ég er heima að gera ýmsilegt sem eftir er s.s. að skrifa færslu í vefdagbókina. 😉 Hér að lokum koma myndir af blómunum og jarðaberjunum mínum í kjallaranum sem ég er svo stolt af.

3_8_blom.jpg 3_8_jardaber.jpg

Er ekki annars miðvikudagur, jú það held ég bara

Jæja kemur færsla dagsins, það fór eitthvað lítið fyrir færslu í gær en svona er þetta nú. Mér finnst vera föstudagur en það er miðvikudagur, maður getur verið svolítið ruglaður í svona fríum. Við hjónin höfum verið bara dugleg í hjólreiðunum, fórum bæði í dag og í gær hringinn okkar góða. Ég skil ekki alveg með mótvindinn, meðvindurinn er okkur ekki alveg hliðhollur í þessum hjólreiðum. Við erum að spá í að fara öfugan hring á morgun ef norðanáttin verður svona mikil eins og var í morgun. 🙂
Í gær eftir að hafa hjólað fórum við í smá leiðangur sem endaði á Grundinni hjá tengdó, hún var svolítið syfjuð svo við stöldruðum ekki ýkja lengi. Við Edda fórum svo og notuðum saumagræjurnar á Hraunbrautinni og saumuðum niður fyrir lásnum á peysunni frægu. Í gærkvöldi kom Haukur og við grilluðum og borðuðum alveg guðdómlegan mat, er ekki allur grillmatur annars góður? Þorvaldur bakaði köku sem við gerðum góð skil. Í dag fórum við líka í smá leiðangur, hittum Kristján og borðuðum „júsí burger“ og versluðum. Fórum í nýju Krónubúðina á Grandanum, mæli alveg með henni… Bónus hvað. Er heim var komið gengum við frá vörunum og svo saumaði ég rennilásinn í peysuna hennar Eddu… er sem sagt búin með hana. Hér á eftir koma nokkrar myndir af Eddu í peysunni, mér og henni og svo vinkonu minni kóngulónni sem hefur gert sig heimakomna í kjallaranum hjá okkur.

1_8_edda_1.jpg1_8_edda_2.jpg
1_8_edda.jpg
1_8_groa_edda.jpg 1_8_kongulo.jpg

Ég læt þessu lokið í bili, ætla kíkja á fréttir og dúlla mér eitthvað fram eftir kveldi. 😉