Eftir helgina

Nú er enn ein helgin liðin en ég hef nú verið ótrúlega dugleg þessa helgi. Ég þreif allt hátt og lágt í dag og henti drasli, það er alveg ótrúlegt hversu miklu manni tekst að safna svona dags daglega. Í gær fórum við Þorvaldur í afmæli til Kela frænda og hittum við þar helling af fjölskyldumeðlimum, það er alltaf jafn gaman að hitta fjölskylduna. Mamma og pabbi komu svo í heimsókn í gærkveldi og bakaði Þorvaldur vöfflur handa liðinu og ég þeytti rjóma og svo voru jarðaber og bláber með herlegheitunum. Maður var s.s. saddur og sæll þegar maður fór í rúmið í gærkvöldi, sæll því við horfðum á Mr. Bean en hvað það er mikil vitleysa. Edda eyddi helginni heima í föðurhúsum, því að Gummi var að traktorast eitthvað á Sauðarkróki. Hún var að lesa fyrir próf en fór heim í gær til að taka til heima hjá sér og Gumma. Ég fór svo með henni heim í dag, til að taka út verkið, þegar við vorum í les og tiltektarpásu, bara skrambi gott hjá henni enda vel upp alin haha… Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni eða þannig. Enn nú er komið að kveldi og vinnan kallar enn og aftur í fyrramálið. Það er tæpur mánuður í ferðina frægu, ég verð að fara að hætta að telja svona niður 😉 Ég er að hugsa um að leggjast undir feld og lesa bara smá. Þangað til næst… 🙂

Og enn er kominn miðvikudagur

Nú er komið að því að segja frá einhverju nýju og spennandi sem er að gerast í mínu lífi. Vinna og vinna og aftur vinna, nei ekki alveg. Í kvöld hitti ég tvær skólasystur mínar úr Háskólanum á Akureyri, þær Siggu og Röggu og borðuðum við saman. Við fórum á Vegamót og fengum alveg guðdómelgan mat. Rosalega er mikið að gera á svona veitingastöðum, samt er bara miðvikudagur í dag. Ég geri mér kannski ekki grein fyrir því að það sé bara alltaf mikið að gera, sama hvaða dagur er. En hvað með það, mikið var gaman að hitta þær stöllur, við borðuðum og hlógum og broðuðum meira og hlógum meira. Eftir góðan málsverð og enn betri hlátur gengum við sælar og mettar yfir í Mál og menningu til að kíkja á bækur, aðallega þó föndurbækur en eitthvað okkur fannst nú úrvalið í minna lagi, svo við enduðum á að kíkja í blöð í staðinn. Við gengum svo aðeins niður Laugaveginn og niður við Bergstaðastræti skildu leiðir. Vonandi verður nú styttra í næsta stefnumót við þær stöllur, því það hafði liðið ansi langur tími frá því að við hittumst síðast. Takk fyrir skemmtunina stelpur 🙂 Jæja nú er vikan u.þ.b. hálfnuð og tíminn fljótur að líða, það er bara 1 mánuður og 3 dagar í síðbúnu brúðkaupsferðina okkar hjóna, enn skemmtilegt. Í dag á hann Þorkell Valur afmæli og er hann 4 ára, tilhamingju Keli okkar. Enn nú er ég bara að hugsa um að hætta í bili „ciao tutti“ 😉

Mánudagur til mæðu, nei langt í frá ;)

Jæja ég er þá sest við lyklaborðið og byrjuð að segja frá mínu viðburðaríka lífi. Mér finnst eins og ég sé föst í sama farinu, eins og ég sé alltaf að segja frá því sama eða þannig (t.d. nota ég mjög oft eða þannig). En hvað sem því líður þá ætla ég að pikka eitthvað inn á vefdagbókina. Nú er eins og ég sé að fara yfir um í þunglyndinu, oh… lífið mitt er svo tilbreytingasnautt 🙁 en það er nú öðru nær. Ég bara vorkenni þeim sem eru alltaf að lesa um það sama sem ég fæst við að hverjum degi. Lífið mitt er svo langt frá því að vera tilbreytingasnautt, halló ég vinn með börnum, altaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að gerast. Svo er ég að vinna með svo skemmtilegu fólki, áfram Sólbrekka!!! 🙂 Ég er líka næstum búin að skrá mig á „Desperat housewifes“ magadansnámskeið, ég er að reyna að fá einhverja með mér og það gengur bara ágætlega. Við fjórmenningarnir sem að vorum í magadansi hjá Kramhúsinu í vetur förum að öllum líkindum saman, á eftir að tala við eina. Magadans er alveg frábær hreyfing og í raun eini staðurinn þar sem maður má vera með hangandi maga haha… 😉 mæli með því. Það verður bara gaman að fá að sleppa fram að sér beislinu.
Heyrðu ég verð nú að segja frá einu sem gerðist í gær, það er nú kannski léttvægt en ég varð hneyksluð. Þannig var að ég fór í bakaríið eftir einhverju í fjölskyldumorgunverðinn, þar sem okkur mæðginunum finnst svo góðir snúðar þá ætlaði ég að fjárfesta í svoleiðis. Það er nú ekki frásögu færandi en við viljum lítið bakaða snúða og bað ég um það en var sagt að það væru bara til tveir snúðar sem voru í borðinu. Halló… kl. 10:30 á sunnudegi en það gat nú alveg verið. Ég hef oft beðið um lítið bakaða á þessum tíma og afgreiðslustúlkan farið á bakvið og náð í þá en ekki þessi, nei það voru bara til tveir!!! Ok mér sýndist þeir ekki mikið brenndir svo að ég ákvað að slá til. En… þegar ég búin að borga og var að setja í pokann minn, var hin afgreiðslustúlkan að afgreiða ungt par og strákurinn spyr hvort snúðarnir með súkkulaðinu væru búnir en afgreiðslustúlkan (ekki mín) segir nei ég held ekki, ég þarf bara að athuga á bak við. Hún kemur að vörmu spori og segir að hún eigi snúða, hvort hann vilji marga. Ég varð svo hissa á þessu, komst að því að það hefði verið logið að mér svona bara upp í opið trýnið… Mín að hugsa um að rífast eitthvað og biðja um að það verði gáð hvort að það sé til minna bakaðir… en nei, fór bara út í bíl og heim, alveg hneyksluð á því að afgreiðslustúlkan í Björnsbakaríi nennti ekki alveg að stjana við kúnnann og laug bara upp í opið geðið á honum. 🙁 Ekki gott að mínu mati, maður hefði nú fengið að heyra það í Hagkaup í gamla daga ef maður hefði verið gripinn glóðvolgur við að ljúga að kúnnanum. En svona er þetta nú, maður er kannski bara of heiðarlegur og ætlast kannski til þess að aðrir séu það líka. Svona er þetta nú á mánudegi, við hér á Miðbrautinni að bíða eftir spennandi sendingu frá Ameríku sem vonandi skilar sér í dag. Þangað til næst: auf wiedersehen 🙂