Sleepless in Seattle

Flugið frá Íslandi var afskaplega ljúft, við vorum með þrjú sæti og gátum dreift úr okkur. Tíminn leið ótrúlega hratt við að horfa á bíómyndir og þætti, valið var með besta móti þessa ferð. Útsýnið var líka ótrúlega fallegt og tókum við nokkrar myndir sem við setjum inn seinna. Nú erum við bara hér í flugstöðinni að bíða eftir flugi til San Francisco, svefnlaus og svolítið í þreyttara laginu eða þannig.

5 thoughts on “Sleepless in Seattle

  1. góða ferð til ykkar. Hlakka til að fylgjast með ykkur. kv sólfríð

  2. Gaman að heyra að vel hafi gengið. Ég vona að flugið til San Francisco hafi einnig gengið vel og jafnvel að þið hafið fengið 3 sæti. 🙂

  3. Hlakka til að sjá myndirnar! 🙂 Góða skemmtun.

  4. Flugið til San Fransisco gekk bara vel, fengum þrjú sæti, hefðum getað verið með þrjú sæti hvort ef því væri að skipta 🙂

Lokað er á athugasemdir.