Nýtt ár ný markmið

Jæja ég hef sko ekki verið að standa mig neitt sérlega vel í þessu bloggi og skil alveg að enginn nenni að fara inn á síðuna. En með nýju ári koma ný markmið og eitt af því er að vera duglegri að segja frá lífi okkar hér á Miðbrautinni og kannski setja inn eins og eina og eina mynd 🙂 En þessa dagana gengur allt sinn vanagang hér, allir í vinnu og sumir vinna meira en aðrir, við reynum að kíkja í ræktina öðru hvoru en annars erum við bara hér heima eitthvað að dunda okkur. Engin utanlandsferð hjá gömlu í býgerð en maður veit aldrei. Edda og Gummi ætla að skreppa til Boston í mars en Gummi er núna á Kanarí í vinnunni ekki að sóla sig hahaha 😉 Edda er í sálfræðinni á fullu og vinnur í Sólbrekku, Kristján er að vinna í Orkuveitunni og skráði sig í hagfræði núna með vinnunni. Ég er á fullu að vinna í Sólbrekku og Þorvaldur í Elkó, svo að allt er við það sama. Mamma og pabbi hress á Hraunbrautinni fara einstaka sinnum ef veður leyfir á skutlunum um nágrennið. Þar til næst lifið í lukku en ekki í …..