Og lífið heldur áfram

Nú erum við bara komin á heimaslóð og lífið farið að verða eins og vanalega. Við vorum í svo lélegu internetsambandi í Orlando að ég nennti ekki að reyna setja inn færslu, þannig að nú er síðasta færsla ferðarinnar sett hér inn um kl. 22 á fimmtudegi hér á Miðbrautinni 🙂 Við gerðum ýmislegt þegar við komum til Orlando frá St. Pete, fórum í mínígolf, versluðum smá og höfðum það bara notalegt, þrátt fyrir að vera með herbergi í sitt hvorum endanum á ganginum (maður fékk bara trimm út úr því). Karlpeningurinn fór í leiðangur eftir gleraugum og til að finna verkfærabúð en hún reyndist nú bara vera auglýsing á bílskrjóði í botnlanga íbúðargötu en ég held að þeir hafi nú bara skemmt sér og hlegið yfir því 😉 Á meðan fórum við konurnar í Florida Mall og kíktum á ýmislegt, fengum okkur ís og biðum smá eftir körlunum. Við vorum að hugsa um að fara að syngja og sjá hvort við gætum ekki unnið okkur inn smá pening en hættum við það. Ferðin heim gekk mjög vel, tók aðeins rétt rúma 6 tíma en það var troðfull vél og lítið hægt að sofa 🙁 Þorvaldur fór fljótlega í vinnuna eftir að við komum heim en við Edda mættum kl. 12 og vorum frekar framlágar. Gamla lét það nú ekki aftra sér og mætti galvösk í ræktina til Báru, svo að nú verður bara tekið á því. Kristján á hins vegar frí fram að helgi, heppinn 😉 Ég er búin að taka upp úr töskunum og ganga frá þeim en er það mikill léttir þegar búið er að ganga frá öllu saman, þvo og þvíumlíkt….

Lokað.